Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 18
i8
skyldari frændr »eftir bauga* frá »manni firnari« en
bræðrúngar niðr til þriðju bræðra eðr réttra fjórmenn-
ínga. Samanlagt skyldi þeir taka og gjalda 2i2/s eyris..
Ef nú slept er þveitunum, sem og Vilhjálmr Finsen ger-
ir, verða niðgjöldin öll samanlögð i2il/e eyris eðr 15
merkr 1 */e eyrir lögaura, og kemr það heim við þá upp-
hæð er Vilhjálmr Finsen telr. En í sjálfu sér er það lít-
ilsvirði að leggja svona niðgjöldin öll saman, því hitt er
um að gera hve mikil upphæð niðgjalda greidd var r
e i n u eðr hve margir frændr tóku þátt í niðgjöldunum
eðr frændbótunum i hvert sinn. Það er nú víst, jafn-
skjótt sem gáð er að hinni nákvæmu útskýringu á greiðslu
bauganna í Baugatali 19 54—2oo*7, að hvorki skal telja
saman við baugþiggendr og baugbætendr fjarskyldari frændr
en bræðrúnga, systkinasyni og systrúnga, þótt þeirra sé
getið þegar »eftir bauga«, svo sem til bráðabirgða, á 193.
bls., né heldr baugrygi né sakauka. Enda segir Vilhjálmr
Finsen, þótt hann telji niðgjöldin öll saman 15 merkr
1 */r eyris, að ekki samband sé milli þeirra 4 ættmanna-
flokka bauganna og hinria 6 eftir bauga Grg. III. 589.
Allir baugþiggendr og baugbætendr eru ein heild alveg
sér, og eftir þá er fyrst talað um baugrygi, síðan um
sakauka og seinast um fjarskyldari frændr. Þessi niðr-
röðun verðr naumast skilin á annan veg en þann einar
að fyrst þá er »baugar eru farnir«, þá komi baugrygr,
sakaukar og fjarskyldari frændr til sögunnar. Þessi skiln-
ingr er og í samhljóðun við alt erfðatal og ómagabálk í
fornlögum vorum, að eigi koma skyldmenni öll í einni
runu til arfs, heldur í tilsettri röð, og eigi eru öll skyld-
menni ómagans skyld í einu hann fram að færa, heldr
einn að öðrum. Þetta sannar og Njálssaga. Njáll vildi
bæta vel víg Þráins Sigfússonar »ok váru ger manngjöld
fyrir víg Þráins, ok tóku þeir allir við bótum sem lög
stóðu til«. Lýtíngr á Sámstöðum, er átti systur Þráins,.