Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 20
20
^lt undir því komið í hvert silfr snúa skal. Sé það í
brent silfr er auðsætt að 07 aurar lögaura ná að eins
rúmu hálfu hndr. brends silfrs. Um brent silfr getr því
eigi verið að ræða með fyrstu, heldr um bleikt silfr með-
an það var til, enda var það »sakgilt« í baugum og t
.þökum og þveitum. Nú nemr hundrað lögsilfrs hins
forna, eftir dýrleiks hlutfallinu 1 : 4, 80 aura lögaura,
hvernig getr þá »hundrað silfrs« talist »stinn manngjöld«
(sbr. Ljósv.s. 17. kap.)? Ur þeirri spurníng verðr eigi
leyst, ef allir baugar fullir greiddust í hvert sinn. Er því
það eitt til að yfirfara baugatal og athuga hvort eigi urðu
oftlega afföll á baugbótunum í reyndinni eftir atvikum,
enda bendir orðtakið »stinn manngjöld« á, að baugbætrn-
ar hafi orðið í reyndinni misjafnar. Nú fyrir þvi að
þetta mál hefir eigi verið rannsakað, svo mér sé kunnugt,
verð eg að ætla að það sé ómaksins vert að rannsókn sé
hafin; en það skal eg gera með sem fæstum orðum sök-
um rúmleysis.1
Baugatal ræðir um fim tiibreytingar á bótum baug-
anna og hverja þeirra með fjórum tilvikum.
I. T i 1 b r e y t í n g i n, er nær frá 1954 til 19722
gerir ráð fyrir baugþiggendum og baugbætendum að
hverjum baugi, fimdeilir baugana svo, að baug-gildingar
taka þrjá fimtu, en nefgildíngar tvo fimtu niðgjaldanna.
En það er bauggildíngr er í karllegg er kominn að
frændsemi; en nefgildíngr sá er í kvenlegg er kominn,
svo sem dóttursonr, móðrfaðir o. s. frv. Hér verða eng-
in afföll á baugbótunum önnur en þau, að sé eigi nema
nefgildingr einn til viðtöku á einhverjum baugi, missir
hann þveitin.
1) Ritgerð þessi var samin eftir tilmælum Páls amtmanns
Briem og átti eigi að vera lengri en 2 til 3 arkir prentaðar i
Lögfræðíngi. En fyrir þvi að Lögfræðin’gr kom eigi
út um sumarið 1902 né 1903 kemr ritgerðin nú.