Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 22
22
þökin og þveitin að öðrum, þriðja og fjórða baugi, sam-
tals 9 aurar og 72 þveiti.
III. Tilbreytíng, er nær frá 198*® til 199*®
Hún er í því fólgin að hér eru skapþiggendr til
einúngis að einhverjum einum baugi, en skapbætendr til
í öllum stöðum sem áðr. Fyrsta tilvik: Nú lifa
skapþiggendr einúngis að öðrum baugi, og skulu þeir
taka þrjá bauga fulla, »en höfuðbaug skerðan hálfri mörk;«
öðrum baugi einum skal þak og þveiti fylgja. Verðr
því rétt að auka höfuðregluna »ensum skerðum baugi
skal þak fylgja né þeiti* svo, að »engum baugi skal þak
né þveiti fylgja nema« þeim einum er skapþiggjandi er
að. Afföllin verða hér, að höfuðbaugi 4-f-G aurar og
þök að þriðja og fjórða baugi ^-j-2 aur., samtals 15 aur-
ar og 88 þveiti. Annað tilvik: Nú lifa skapþigg-
endr einir að þriðja baugi, en skapbætendur eru til í öll-
um stöðum, og skulu skapþiggendr taka i viðbót við
sinn baug fullan með þaki og þveitum, höfuðbaug »skerð-
an mörk* og annan baug »skerðan hálfri mörk«. Afföll-
in eru því, á fyrsta baugi 8—6 eðr 14 aurar, á öðrum
baugi 8 aurar og á fjórða baugi 2 aurar, samtals 24 aur-
ar, og þveiti 96. Þ r i ð j a t i 1 v i k: Ef eingöngu lifa
skapþiggendr að fjórða baugi »þá skal fara sem fyrr er
tínt«, það er að segja, við II. tilbreytíng 3. tilvik (198
*—®0). Afföllin eru því 37 aur. og 104 þveiti.
Fjórða tilvik. Nú lifa skapþiggendr að fyrsta og
að þriðja baugi, en engir að tvitugaura (né að tólfeyríngi),
þá skal skapþiggjandi að fyrsta baugi taka sinn baug
fullan og tvítugaurann, ef skapbætandi er til. Verða þá
afföllin þök og þveiti að öðrum og fjórða baugi, og eru
þau 6 aurar og 48 þveiti. Nú fylgir sú almenna regla:
»En ef sá baugr er nokkurr, er hvárki sé til skapbætendr
né skapþiggjendr, ok fellr sá baugr þá niðr«. Það er og