Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 26
26
silfrinu i lögaura, gerir hann það eftir dýrleikshlutfallinu
1:7'/*, og hirðir því eigi, hvort manngjöldin voru greidd
iyrir eðr eftir 1080. Verða þvi manngjöldin hjá honum
45 hdr. lögaura, því hið sexfalda silfrhundrað hans er
sem 6 (hdr.) og 6X71/2 &era 45- En hjá mér verðr
hundrað silfrs, þ. e. lögsilfrs, einúngis 4 hdr. lögaura.
Doktorinn virðist eigi þekkja lögsilfrið og verðmæti þess
i sakbótum. A fleiri villur í ritgerðinni skal eg eigi
minnast. Svo er nú að sjá sem doktorinn hafi lítt notið
»gagnrýnni« sinnar, er hann skyldi eigi gaumgæfa hverj-
ar afleiðingar hlutu að verða af svo háum manngjöldum.
Látum oss taka til dæmis vigsbætrnar eftir Björn Hít-
dælakappa. Eftir sögunni galt Þórðr Kolbeinsson i Hit-
arnesi þegar 9 hdr. silfrs, og nemur það fé, eftir reikn-
íngi doktorsins, 45 hundruðum hins fjórða hundraðs
hundraða þvi 45X9=405 = þrjú hundruð hundraða og
45 hundruð. Nú stendr enn fremr i sögunni, að »Mýra-
menn tóku ok mikit fé til sátta af Þórði Kolbeinssyni,
þeir sem váru frændr Bjarnar«. Má ætla að það hafi
eigi verið minna fé samtals en 5 hdr. silfrs er gerir eitt
hundrað hundraða og 15 hdr., þvi 45X3 = 15?. Verða
þá öll manngjöld, þau er Pórðr Kolbeinsson galt, hálft
fimta hundrað hundraða. En eftir minum reikníngi verða
12 hdr. lögsilfrs aðeins 48 hdr. lögaura. Eru þessi mann-
gjöld doktorsins meira fé en getið er um að nokkurr einn
maðr ætti á þeim dögum og engar sögur fóru af því að
Þórðr væri nokkurr sérlegr auðmaðr, en þó bjó hann búi
sínu i Hitarnesi eftir sem áðr.
í febr. 1902.