Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 27
Hreyfing og vöxtur.
Nokkur orð um dýrafræði
eftir
Helga Pjetursson.
Orðið k v i k i n d i þýðir eiginlega: J>að sem hreyf-
ir sig; orðið er sjálfsagt afarfornt, og sýnir hversu mjög
þetta einkenni dýranna, að þau eru hlutir, sem fara á
kreik af sjálfsdáðum, að því er virðist, hefur fengið á
huga þeirra, sem orðið kom upp hjá'.
Vér skulum hér íhuga að nokkru dýrin sem kvik-
i n d i, og þó að vísu ekki öll dýr, heldur að eins þau, sem
hryggdýr nefnast; en það eru fiskar, froskdýr, skriðdýr,
fuglar og spendýr.
F i s k a r eru eingöngu lagardýr; fiskhalinn eða
spcrðurinn er vanalega allmikill hluti fisklíkamans, og
sterkir vöðvar liggja þar utan á dálkinum, en sporðurinn
endar á nokkurskonar bjöðku, þar sem er sporðugginn; að
þessari öflugu gangvél, sem jafnframt er stýri, lætur fisk-
likaminn fljótt og vel; eins og örskot þjóta þeir um sjó-
inn er þeir vinda við sporðinum, og laxinn stekkur jafn-
vel upp fossa; svo sterklega geturhann »dinglað rófunni«.
1) Latneska orðið yfir dýr, animal, þýðir: það sem
andar, og lýsir það öðru einkenni dýra, sem menn hafa furðað
sig mjög á, er þeir fóru að hugsa.