Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 29
29
flugdýr standa þeir langt á baki flugfiskunum, og geta
■ekki lyft sjer neitt upp á þessum »vængjum« sínum.
Skriðdýrin, sá dýraflokkur, sem krókudílar,
höggormar og skjaldbökur teljast undir, hefur fyr á jarð-
öldum staðið í miklu meiri blóma en nú. Þá voru
til í þeim flokki landdýr svo stór, að stærstu fílar verða
smávaxnir sje þeim jafnað til þeirra; hefur sporðdrekum
þjóðtrúarinnar svipað til sumra þessara skriðdýra, en öðr-
um til flugdrekanna; en ekki höfðu flugdrekarnir sporð
fremur en sporðdrekarnir gátu flogið, og ber þar ekki
saman náttúrufræðinni og þjóðtrúnni. Þar fór eins og
annarsstaðar, að þegar útlimirnir, og einkum þegar fram-
limirnir þroskuðust svo, að þeir tóku að sjer breyfinguna,
þá dró úr sporðinum, hinni upprunalegu hre}yfivjel hrygg-
dýranna. Flugdrekarnir voru skriðdýr að eins i óeiginlegri
merkingu, því talið er, að þeir hafi flogið eins vel eins-
■og fuglar þeir, sem vel eru fleygir. Sumir voru ekki
stærri en smáfuglar nú, en aðrir hafa verið sannnefndir
drekar, nærri því io álnir á milli vængbroddanna. Væng-
irnir voru nokkurskonar leðurvængir, og voru þeir festir
á yzta fingurinn, sem var afarlangur; flugdrekarnir voru
fjarskalega stóreygðir og ginvíðir og flestir vel tenntir;
hafa þeir sjálfsagt verið voðaleg rándýr. Drekar þessir
voru aldauða siðast á krítaröld, alllöngu áður en mann-
kyr.ið hófst, og lifa engin dýr, sem nokkur líkindi eru til
að sjeu af þeim komin. Ekkert fiður hefur verið á drek-
unum, og væri rjettara að nefna þessi flugdýr í skrið-
dýraröð skriðdýra-leðurblökur en skriðdýra-fugla, og hef-
ur þó beinagrind vængsins á flugdrekunum verið allt
öðruvísi gerð en á leðurblökunum.
Engin nútímaskriðdýr eru vængjuð og fleyg; þó
er til lítið skriðdýr sem nefnist dreki (d r a c o) af því að
það hefur nokkurskonar flugfit, sem styðst við neðstu rif-
in, og ber fitin smádreka þenna uppi þegar hann stekkur