Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 30
30
trjá á milli líkt og flugfroskurinn. Engin skriðdýr ern
vel fallin til gangs eða hlaupa á jafnsljettu, eins og voru;
sum forndýr úr þessum flokki; mörg skriðdýr synda mjög
vel, sum einkum með sporðinum einsog krókódílarnir,.
önnur með hreyfum einsog sumar skjaldbökur.
Yfirleitt standa skriðdýrin, að útlimabyggingu, langt
á baki bæði fuglum og spendýrum, og þær kynkvislir
skriðdýranna eru löngu horfnar af yfirborði jarðar, sem
fullkomnastar voru í þessu efni; þessi »skriðdýr« voru
flugdýr, gangdýr og hlaupadýr jarðarinnar á miðöld jarð-
sögunnar, áður en fuglar og spendýr hófust, og meðan
þessir hryggdýraflokkar voru enn í bernsku. Sumir af
þessum »flugdrekum« og »sporðdrekum« voru grimmi-
legri að gerð en ernir og tígrar, og er ekki auðvelt að
hugsa sér hvers vegna þessi dýr hafa liðið svo algjörlega
undir lok; verður það sem um þetta efni mætti segja að
biða annars tíma.
F u g 1 a r n i r eru þau hryggdýr, sem hugmyndir
vorar um flug einkum eru tengdar við; og þar hefir nátt-
úrunni tekizt að búa til afarfullkomnar flugvjelar. Væri
fullkomnun miðuð við fegurð, og afl til hreyfinga, þá er
enginn vafi á þvi, að fuglar eru fullkomnustu dýrin; og
hefðu fuglar stundað vísindi, þá mundu þeir sjálfsagt
telja það vist, að kórónu sköpunarverksins sje að finna í
fuglaröð. Og þeir mundu hafa mikið til sins máls.
Blóðið er allmiklu heitara í fuglum en spendýrum, og
allar þær efnabreytingar, sem nefnast líf, langtum fjör-
ugri; lífið, sem menn vita ekkert hvað er, þrátt fyrir allt
um efnabreytingar, þetta líf, sem virðist vera tilgangur
alls heimsins, eru miklu sterkara i fuglunum en nokkru
öðru sem lifir. í fuglunum hefur náttúran unnið sinn
mesta sigur, og þess vegna eru þeir hamingjusamastir
allra dýra; kvak og söngur fuglanna er að miklu leyti
ekkert annað en gleðióp yfir því að lifa, og það má.