Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Qupperneq 33
en þeir hestar, sem nú gerast og er mönnum fullkunn-
ugt um þetta.1
En af þessu sjáum vjer, hvílík ógnaráhrif breyting-
ar á umhverfi og ýmisleg beiting kraftanna hefur á sköpu-
lag dýranna. Verður þetta þó, ef til vill, enn þá ljósara
fyrir oss, þegar vjer lítum á sundfuglana.
Sumir fuglar gera bæði að fljúga vel og synda vel;
svo er t. a. m. um máfa og álftir. En þess ber vel að
gæta, að þessir fuglar kafa ekki; í stað þess að fara öll
til botns hefir álftin lengt á sjer hálsinn, og má líkja
kroppnum á heuni við bát, hálsinum við færi, en nefinu
við öngul, þó að vísu sje það ekki öngulnef, eins og
er á skarfinum. Illa ganga þessir fuglar á þuru landi
vegna þess, hvað gleiðir eru fæturnir og aftarlega; má
segja, að þeir hafi færst aftur við sundið. Úr því fugl-
arnir eru farnir að stinga sjer, fara þeir að tapa flugi og
er þó enn munur á þessu eftir því, hvað langt þeir eru
kotnnir í kafaralistinni. Sumir fara beina leið til botns,
synda með fótunum eingöngu, og taka það
sem kyrt liggur á sjávarbotninum, einsog t. a m. skelj-
ar. Þetta gera, til dæmis að taka, æðarfuglarnir. En
svartfuglarnir láta sjer ekki lynda að taka það sem ligg-
ur á botninum, þeir eru orðnir »lærðari« kafarar en svo,
og elta í miðjum sjó, fiska og krabbadýr; þarf þá oft
skjótra snúninga við, og hafa þeir því tekið til vængj-
anna líka; þeir synda bæði með vængjum
og f ó t u m. Fæturnir eru komnir svo aftarlega, að
fuglarnir geta ekki staðið eða gengið nema upprjettir sjeu;
vængirnir eru litlir, og sækir niður fótahlutinn þegar þessir
fuglar fljúga; þeir eru því hallir í loftinu, og bera vængina
mjög ótt og títt; ekki geta þeir flogið upp af jafnsljettu
og verða því oft til, ef þeir villast inn í land. Svartfugl
1) Um ættartölu hestanna má lesa i áðurnefndu riti um
Darwinskenning.