Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 34
34
sá, sem geirfugl nefndist (alca i m p e n n i s), hsfðr
vængi mjög litla og var alls ófleygur; þetta varð honum
að fjörtjóni, og er hann nú aldauða, eins og kunnugt er.
Svartfuglarnir eru þannig sundfuglar betri en flug-
fuglar, og þó einkum geirfuglinn; en lengst hefir þetta aft-
urhvarf til sjávarins komist í mörgæsunum, sem vel'
má nefna nokkurskonar fiska í fuglaröð; eru þeir á líku
stigi afturhvarfsins einsog selir af spendýrum; en aftur-
hvarf til sjávarins nefni jeg þetta vegna þess, að enginn
vafi getur leikið á þvi, að mörgæsirnar eru komnar af
landfuglum — eins og selirnir af landspendýrum — en
öll landdýr eru að upphafi komin af lagardýrum.
Það er fróðlegt að athuga vængina á mörgæsunum;
þeir eru alls ekki flugfæri lengur heldur sundfæri; væng-
imir eru orðnir að hreyfum, sem vel má segja að sjeu
fjaðralausir, því úr fjöðrunum eru orðnar nokkurskonar
hreisturplötur mjög smáar, og allt er »fiðrið« á þessum
fuglum hreisturkent.
Meginþorri spendýranna hefur útlimi, sem-
lagaðir eru til gangs og hlaupa; þau eru fremur öðrum
gangdýrin. Helztu hlaupadýrin eru hestar — sem minnzt
var á hjer að framan — og úlfar; það gerir rnikinn mun
á byggingu þessara dýra m. ö., að hestarnir verða að-
geta flúið óvini sina og hlaupið, eins þó þeir sjeu fullir,
en rándýrið hleypur vanalega ekki nema þegar það er
svangt. A þetta skal rjett aðeins vikið, en annars held
eg mjer við f 1 u g 1 e i t n i spendýra og afturhvarf
t i 1 v a t n s i n s, og er þó efnið svo víðtækt, að fátt eitt
verður hjer sagt hjá þvi, sem segja mætti af þessu.
Fuglarnir í spendýraröð eru leðurblökurnar; nafnið
bendir á hvernig vængirnir sjeu, og eru þeir einkum
festir á handarbeinin, sem eru geysiiöng. Stærstu leður-
blökurnar, sem flughundar nefnast, eða flug-refir (á ensku
fox-bats), geta orðið meir en 2 álnir vængbroddanna á