Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 37
37
líkt og krókódílssporður; útlimirnir eru merkilega smáir
og engin sundfit á afturfótunum, enda er þeirn ekki beitt
á sundi; á þessu dýri hefur af einhverjum ástæðum leg-
ið beinna við, að efla til sundfæris rófuna heldur en aft-
urfæturna.
Hvalirnir eru orðnir algjörlega sjávardýr og hafa
umbreyzt svo mjög, að ekki er unnt að segja af hvers-
konar landdýrum þeir eru komnir; sumir ætla, að þeir
sjeu komnir af kjötætum, en aðrir að þeir hafi snemma
kvíslast út frá sama stofni, sem hófdýrin eru runnin
upp af, og er það líklegra. Hvalirnir sýna það frábær-
lega vel, hvernig hreyfing og allt háttalag dýranna skap-
ar vöxt þeirra. Hvalirnir eru svo líkir á vöxt vanaleg-
um fiskum, að menn glöggvuðu sig ekki á því lengi vel,
að þeir eru spendýr, en nefndu þá hvalfiska og stórfiska;
þó fæða hvalirnir lifandi unga og mjólka þeim, en ekki
geta ungarnir sogið neðansjávar, og er þvi svo búið um
mjólkurkirtlana, að móðirin getur kreist úr þeim mjólk-
ina ofan í ungann, þegar hann er kominn á spenann.
Allt það er að æxluninni lýtur, er rótgrónast í eðli dýr-
anna, og það er það, sem seinast breytist eftir breyttum
lifsskilyrðum. Svo mjög sem sjávarlífið hefur umskapað
seiina, fer þó æxlun þeirra að öl!u leyti fram á þuru
landi, og kemur þar fram hið forna landeðli þeirra1.
Eins og áður hefur verið vikið á, eru af fuglum, mör-
gæsirnar hjerumbil á sama stigi afturhvarfsins til sjávar-
ins einsog selirnir; engir fuglar eru algjörlega sjávardýr,
1) Einsog menn sjá af því, sem sagt hefur verið um þetta
hjer að framan, er nokkuð hæft í þeirri þjóðtrú, að selirnir sjeu
menn i álögum; ytri ástæður hafa fært landdýrið í nokkurskonar
fiskaham, svo að innri bygging og ytra útlit fer ekki nákvæmlega
hvað eftir öðru. Þannig er varla eða ekki unnt að greina læri
á selunum, en þó hafa þeir lærlegg. Um þetta má lesa dálitið
meira i Timariti 1902, hls. 136.