Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 38
38
eins og hvalir eða sækýr; hygg }eg að þetta komi ein-
mitt til af því, að fuglarnir verpa eggjum, og liggja á
þeim; þessu undirstöðuatriði fuglseðlisins hefur sjávarlifinu
ekki tekizt að breyta, þó að það hafi breytt mörgæsun-
um svo, að þær eru nær ófærar til hreyfingar á þuru
landi1. Líklega er það spor í afturhvarfsáttina, að ein
mörgæsategund ber egg sitt á sjer, i nokkurskonar vasa,
sem siðan hverfur þegar eggin eru unguð út.
Það er þá líklega af því, að æxlun spendýrsins hef-
ur verið hægra að færa niður í sjóinn heldur en æxlun
fuglsins, að spendýrahvalir eru til, en engir fuglahvalir.
Skriðdýrahvalir — er svo mætti nefna — hafa verið til
á löngu liðnum jarðöldum, og eru hvalirnir ekki komnir
af þeim, en nokkurskonar fyrirrennarar hvalanna hafa þeir
verið, einsog flugdrekarnir fuglanna, og hlaup- og gang-
skriðdýrin spendýranna; skriðdýra-hvalirni r
hafa fætt lifandi unga.
Eftir þennan útúrdúr, snúum vjer oss aftur að því
að íhuga vöxt hvalanna.
Sumir hafa litið svo á, að selirnir bendi á þá leið,
sem forfeður hvalanna hafa farið á afturhvarfinu til sæv-
arins; en það nær engri átt. Selirnir eru nær rófulausir,
en sundfæri þeirra er »eftirlikingar-sporður«, gerður af
aftari hluta búksins og afturfótunum. En á hvölunum er
þetta þvert á móti; þeir hafa geysimikinn sporð og sporð-
blað á endanum, en það vottar ekki fyrir afturfótum; í
beinagrindinni eru þó smávegis leifar af aftari limunum.
Miklu fremur bendir dýr eins og potamogale sú, sem
áður var nefnd, á þá leið, sem hvalirnir hafa farið; þar
haíði dregið mjög úr limunum en rófan eflzt, svo að hún
1) Hjer er vert að geta þess, að haf-skjaldbökurnar, sem
lengst eru komnar i afturhvarfinu til sjávarins allra skriðdýra,
og sjást úti i reginhafi, skríða þó á land til að verpa eggj-
um sinum, og unga þær þeim þó ekki út.