Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 39
39
mátti vel heita sporður; potamogale er vatnadýr en ekki
:sjávar, og það ætla rnenn, að forfeður hvalanna, sem
voru miklu minni dýr en hvalir nútímans, hafi í ám ver-
ið að venjast vatnalífinu, einmitt á þeim tímum er skrið-
■dýra-hvalirnir óðu uppi um höfin.
Hvalirnir eru ákaflega hraðfara dýr, og er það oft
góð skemmtun á sjóferðum, að sjá höfrunga leika fyrir
stafninum á eimskipi, sem geisar fram af alefli; þeir velta
nokkuð á hliðarnar þegar þeir synda, og sporðblaðið er
Járjett, þar sem sporðuggi fiskanna er lóðrjettur; er talið
að þetta sje því tengt, að hvalirnir vaða meir uppi heldur
en fiskarnir, af því að þeir þurfa að reka upp hausinn til
að anda. Ef til vill eru þeir djúpt í sjó þegar þeir verða
loftþrota, og verða þá að flýta sjer upp á við. Þetta
veitir dýrinu hægra þegar sporðblaðið er lárjett; rjettast
væri líklega að segja, að einmitt vegna þessa hreyfingar-
lags, upp og niður, hafi sporðblaðið orðið lárjett; hreyf-
ingarlagið skapar hreyfingarfærið. Vatns- og
froðustrókurinn kemur af því, að hvalirnir blása frá sjer áður
en blásturholið er komið alveg upp úr og þeysa þannig upp
sjónum; bendir þetta til þess, að hvalirnir sjeu í kafi eins
lengi og þeim er unnt. Ekki eru þó hvalirnir andstuttir,
og þykjast menn hafa getað komizt að því, að búrhvelið
t. a. m., andi ekki nema 3. hverja klukkustund.
Framlimir hvalanna nefnast bægsli og varna þau
því, að þeir velti um hrygg. Öll er gerð bægslanna
mjög einkennileg og eftirtektarverð og lýsir því greini-
lega, að forfeður hvalanna hafa búið við allt önnur lífs-
skilyrði en þeir sjálfir. Bægslið er handleggur og hönd
á; þar er upphandleggsbein, framhandleggsbein, hand-
rótar- (eða úlnliðs-) handarbaks- og fingurbein; flestir eru
þar sömu vöðvar og i handlegg mannsins, og þó mjög
úr þeim dregið. En í stað þess að geta hreyfst i öllum
iiðamótum, er þessi framlimur aðeins hreyfanlegur í axl-