Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 40
4o
arlið; þegar framlimnum var beitt einungis til þess að
afstýra veltum, urðu ðll önnur liðamót óþörf, þau voru
ónotuð, stirðnuðu og urðu loks óhreyfanleg. Þegar menn
beinbrotna, má oft sjá að liðamót þurfa ekki langan tíma
til að stirðna, sje ekki á þau revnt, og er þetta því ekki
óskiljanlegt.
Mjög ihugunarvert er það, að t. a. m. handrótar-
beinin, sem hafa svo fastákveðna lögun í öðrum spen-
dýrum, eru ekki eins í 2 hvölum, sem rannsakaðir hafa
verið, og eru þau stundum óvanalega lítil og bil á milli
þeirra; sköpulag þessara beina er sýnilegur árangur sjer-
stakrar áreynslu; en þegar þessari sjerstöku áreynslu Ijetti
af þeim og þau fengu að hvíla sig, fór þeirn að fara
aftur. Að vita þetta er ekki þýðingarlaust fyrir mann-
lífið. Einnig vöxtur og sköpulag mannsins er árangur
þess, að hann hefur neytt orku sinnar á sjerstakan hátt
til að hafa ofan af fyrir sjer; það má svo að orði kveða,
að maðurinn sje skapaður af líkamlegri áreynslu. En af
þvi leiðir, að hann er einnig skapaður t i 1 að reyna á
líkama sinn, og sje það ekki gert, einkum meðau maður-
inn er að vaxa, bilar likaminn að einhverju leyti. Hve
mikið hefur vantað á, að mönnum væri þetta ljóst, sjest
ekki sízt á fyrirkomulagi svonefndra menntaskóla til
skamms tima, og jafnvel fram á þenna dag. Hæfileg
líkamleg vinna, einkum á vaxtarárunum, er ekki ólán held-
ur lán, enda eru menn nú farnir að sjá þetta annarsstaðar,
en varla eins vel hjer hjá oss. Jeg hygg, að þýðing nátt-
úrufræðinnar sje ekki sizt sú, að hún muni kenna oss á
rjettan hátt »að hverfa aftur til náttúrunnar«, og munum
vjer þá sjá, að vjer höfum ekki verið eins miklu hyggn-
ari og vjer höldum, en Kinverjarnir, sem brjóta saman
fæturna á stúlkubörnunum, eða svertingjarnir, sem þykir
það keppikefli, að geta komið sjer upp sem lengstum
bandormum.