Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 43
43
leg, virðist þannig ætla að verða þeim að fjörtjóni vegna
þess, að tegundin hætti ekki að vaxa þegar frekari vöxtur
fór að verða henni ógagnlegur; og likt mun vera um
önnur stórhveli.1 2
Sækýrnar eru eingöngu lagardýr eins og hval-
irnar, en eru þeim annars næsta ólikar; þær halda sig
með ströndum fram og í stórám, eru hægfara og lifa
eingöngu á þangi og öðrum vatnajurtum.* Spenarnir
eru framan til á kroppnum, rjett við handarkiikann; aft-
urhreyfar eru engir, og svo gjörsamlega hafa þeir horfið,
að engar leifar þeirra er að finna í beinagrindinni á sæ-
kúm þeirn, er nú gerast: en eftirtektarvert er það, að
einhverjar leifar af mjaðtnarbeini hafa verið til á sækúa-
kyni (halitheriu m), sem nú er aldauða. Framlimurinn
eða handleggurinn er hreyfanlegur, eigi einungis i axlar-
lið eins og á hvölunum. heldur líka i olnbogalið og úln-
lið; er þetta ef til vill því fengt, að sækýrnar eru svo
ferðlitlar að þær þurfa ekki að beita tnjög framlimunum
til að afstýra veltum; en lika þvi, að spenarnir eru svó
framarlega og hafa þær því reynt til að hagræða ungun-
um með framlimunum; sagt er, að þær beri unga sinn
stundum undir hendinni og geti ýtt að sjer fæðunni
með höndunum; af þessu er leitt nafnið manati (M a n-
a t u s) er þýðir dýrið með hendurnar. Sporð hafa þær
og sporðblað, en ekki er þetta nærri eins rennilegt og á
hvölunum. Sækýrnar koma upp til að anda 3.. og 4.
1) Auðvitað afsakar þetta ekki hvalveiðimennina, sem erukomuir
vel á veg með að útrýma öllum stórhvelum — til þess að búa
til úr þeim áburð og „strútsfjaðrir“ (úr skíðunum); niðurlagið í
siigu stórbvelanna hefði að öðrum kosti sjálfsagt staðið á þúsund-
um ára saman; þúsund ár er ekki lángur timi i sögu tegund-
arinnar.
2) Skemtileg lýsing á sækúm er í snildarsögu Kiplings
„Hviti selurinn11. Þýðing i Tíraaritinu 1902.