Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 46
46
hefur á þennan veg; var hann einn af mestu náttúrufræð-
ingum, sem uppi hafa verið.
1809, sama árið sem Ch. Darwin fæddist, gaf Lam-
arck út bók sína um heimsspeki dýrafræðinnar (philosop-
hie zoologique) þar sem hann heldur því fram, að dýrin
umskapist eftir þvi hvernig þau beiti sjer; hreyfingarlagið-
skapi þeim vöxtinn, og þær breytingar á vaxtarlagi, er
svo sjeu fengnar, gangi síðan að erfðum. A þessa leið
vildi Lamarck gera grein fyrir uppruna — eða rjettara
sagt afruna — tegundanna. Þessu afarmerkilega riti var
hvergi nærri sá gaumur gefinn, sem það átti skilið; guð-
fræðin hafði ennþá ofmikið vald á hugum mannar
trúin á óumbreytanleik tegundanna var of sterk, þekk-
ingin, einkum á jarðfræði, var komin of skamt á veg og
— höfundurinn var yfirleitt of miklu gáfaðri, heldur en
samverkamenn hans að vísindunum. Cuvier, sem þá
þótti mestur allra dýrafræðinga —, og að vísu var mikils
heiðurs maklegur — hafði ekki komið auga á þessi undir-
stöðusannindi líftræðinnar, og var hann Lamarck mjög á-
hrifamikill andmælandi.
Það var því ekki fyr en hálfri öld seinna, að skrið
fór að koma á umbreytinga- eða afrunakenninguna
(Descendenz- eða Transmutationslehre), en það varð þeg-
ar Ch. Darwin gaf út bók sína um uppruna tegundanna.
Darwin hafði uppgötvað það sem hann nefndi úrvalning
náttúrunnar eða náttúruvalið (natural selection); en
Herbert Spencer, spekingurinn mikli, Aristóteles vorra tíma,
hefur heldur viljað nefna það »survival of the fittest«:
(Það lifir, sem líffærast er).
Darwin leit eðlilega fremur smáum augum á upp-
götvun Lamarcks, einkum framan af, og höfðu Darwin-
ingar því litlar mætur á kenningum Lamarcks um erfðir
á breytingum, sem fram væru komnar á liffærum við
ýmislega notkun þeirra. Herbert Spencer, sá sem öllum