Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 47
47
öðrum fremur hefur fundið allsherjarlögmál framþróunar-
innar, hallast þó ekki síður að Lamarck en að Darwin, f
skoðunum sínum á því, hvað mestu hafi valdið um breyt-
ingar á tegundunum, og á síðari tímum má segja, að
risið hafi upp flokkur af ný-Lamarckingum, sem hafa
aukið og bætt kenningar meistarans; líta þeir svo á, að
Lamarck hafi sjeð dýpra í þessu máli heldur en Darwin;1
gera þeir oft svo lítið úr þeirri þýðingu, sem náttúru-
valið hafi haft, að óefað íara þeir þar of langt; virð-
ist það í augum uppi, að i jurtaríkinu hafi úrvalning
náttúrunnar verið áhrifamest um sköpun nýrra tegunda^
enda er Herbert Spencer þeirrar skoðunar.
1) Fremstan í flokki ný-Lamarckinga er vist óhætt að telja
hinn nafnkunna dýrafræðing H. Winge, umsjónarmann við dýra-
safnið í Kaupmannahöfn; það er einkum Winge, sem hefur kent
mjer að lita á hreyfingar og vöxt dýra eins og hjer er gert, skilja
sambandið milli vaxtarlags dýranna og lifernis — að svo miklu
leyti sem jeg skil það.
Það er algengt, að menn ætia að Darwinska og afruna- eða
framþróunarkenning, sje eitt og hið sama, og jafnvel Armauer
Hansen hefur valið riti sinu — sem áður er getið um, og jegvar
beðinn að þýða fyrir Þjóðvinafjelagið — fyrirsögnina: „Afstam-
ningslæren eller Darwinismen11; rit Armauer Hansens er að mörgu
leyti gott; það er mjög fróðlegt, og vel þess vert að þýða það,
einkum þar sem lítið hefur um þetta verið ritað á islenzku áður,.
annað en tvær, — að visu góðar — ritgerðir eftir Þorv. Thor-
oddsen og Jón Olafsson. En rit Hansens er eingöngu um Dar-
winskuna, og jeg vildi ekki breyta þvi svo mjög, að ekki yrði
auðið að nefna ritið þýðingu. Jeg hafði fyrir alllöngu húið mig
undir að rita dálitið um dýrafræði í þeim anda, sem hjer er gert,
og er heppilegast að þessi ritgerð, sem að nokkru leyti hefði mátt
heita „Lamarckskenning“ komi á prent um likt leyti og „Dar-
winskenning11. Þeir lcsendur, sem kynnu að hafa mætur á slík-
um fróðleik, eiga þá kost á, að skoða tvær aðalhliðar á þessu
merkilega máli, og þeir munu glögt sjá, að þ ó að nú einhverjum
tækist að kveða niður Darwinskuna, þá væri þó framþróunar-
kenningin jafnmögnuð eftir. Og þ a ð er mergurinn málsins.