Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 51
5i
Winklers neinn gaum; jeg fyrir mitt Ieyti tók ekki eftir
þessari athugun Winklers fyr en jeg var búinn að sjá
þetta sjálfur og sýnir þetta, einsog fleira, að mönnum
gengur bezt að læra það af bókum, sem þeir vita áður.
C. W. Paijkull skoðaði Fossvogslögin 1865*; Paijkull
fann fleiri skeljar i lögum þessum en aðrir höfðu gert1 2 3,
en að öðru leyti bætti hann ekki neinu við þekkingu
manna á þeim og ekki hefur hann komið auga á rákirn-
ar, sem Winkler sá; var þó Paijkull mjög glöggur maður
og lagði einkum stund á að skoða jöklamenjar; en hann
hefur vist allur lent i að safna skeljum, enda er mjög
örðugt að ná þeim úr Fossvogsberginu.
1883 ferðaðist K. Keilhack hjer og hefur hann orðið
nafnkunnur jarðfræðingur síðan. Keilhack ber saman leir-
lögin nálægt Elliðaárósum og móbergið í Fossvogi og
segir, að það sjeu jafnaldra myndanir, orðnar til eftir ís-
öld; Keilhack bætir enn nokkrum skeljategundum við þær,
sem áður voru kunnar úr þessum lögum, og virðist ætla,
að þessar jarðmyndanir (með leirlögunum í Grafarvogi
og víðar) sjeu frá sama tíma og malarkamburinn forni,
sem víða sjest nálægt Reykjavík, hjerumbil 130 fet yfir
sjávarmál; undir leirnum nálægt fossinum í Elliðaánum,
kveðst Keilhack hafa sjeð ísnúið »palagoníttúff«s.
Vel má vera að einhverjir fleiri útlendingar hafi
1) Um Paijkull sjá Þ. Th., Landt'ræðissaga 0. s. frv.
IV, bls. 86.
2) Paijkull: Bidr. till Kánnedomen om Islands bergs-
hyggned. Kgl. Svensk. Vet.-Ak. Handl. Bd. 7 n:o 1, bls. 48.
Stockholm 1867.
3) Keilhack: Áðurnefnd ritgerð, bls. 146—149. Leirlög-
in við Elliðaárnar eru ekki lárjett, að bugðunni við fossinu und-
antekinni, heldur er þeim hnoðað saman á óreglulegasta hátt
(,,contorted“), þegar uppeftir dregur i lagasafninn.
4*