Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 53
Þ. Th. tekur það einnig íram, að í samskonar lög-
um nálægt Rauðará sjeu skeljarnar »heilar og lokaðar og
í sömu stellingum eins og þær eru lifandi í sandinum«
og á það líka við um Fossvogslögin, að öðru leyti en
því, að skeljarnar eru oft ekki heilar, heldur brostnar
sundur þannig, að lítið hefir haggast um brestina.
Vjer sjáum þannig, hvernig hver náttúrufræðingur-
inn eftir annað hetir bætt við það, sem E. Robert hafði
sagt um þessi jarðlög i Fossvogi; menn finna þau víðar
og ákveða þeim stað í siðasta kafla jarðsögunnar, eftir
að síðustu jökulbreiðu hins dularfulla isaldatímabils var
ljett af, eða farið mikið að ljetta af.
En það er óhætt að segja, með eins mikilli vissu og
unnt er að fá í þessum efnum, að skeljalögin í Fossvogi
eru e 1 d r i en jökulbreiða, sem lá hjer yfir nesjunum;
þau eru alls ekki jafnaldra leirlögunum, sem liggja upp
með ánum að neðanverðu eða fyrir Grafarvogsbotni og
viðar, heldur eldri; þau eru lika miklu ellilegri; þau eru
hörðnuð og orðin að bergi, og sprungur eða brestir
þverskera leirbergs- og móbergslögin — og eru stund-
um þunnar kalkæðar í sprungunnm — en fyrir þessu
vottar ekki í leirlögunum við árnar; i þeim skeljum, sem
fundizt hafa i lögum þessum vottar heldur ekki fyrir
kalkspatkrystölium eins og stundum eru í skeljum úr
Fossvogsberginu. Samskonar hnullungaberg og í Foss-
vogi er heldur ekki að finna ofan á leirlögunum við árn-
ar, en að vísu ofan á hörðu leirbergi, sem er í hömrum
út með Elliðaárvognum að vestanverðu og er þetta leir-
berg alveg eins og Fossvogsbergið, og sjálfsagt jafnaldra;
en hnullungnbergið er óefað engin strandmyndun, heldur
botnurð undan jökli; í því má sjá rákaða steina, en
sumstaðar hornótta mola af hörðustu leirbergslögunum
neðanundir; þar er líklega þursabergið sem Kjerúlf og
aðrir tala um.