Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 60
6o
vegi einstaklinganna og um leið á vegi þjóðarinnar í heild
sinni. Þar átti hin heita þjóðernistilfinning jarðveg sinnp
þaðan var hin öfluga menningarþrá sprottin. Þjóðin horf-
ir hátt; hún fyrirlítur hættuna og skirrist enga raun. Trú
hennar er herguðatrú og líf hennar að miklu leyti her-
skaparJif. Pví að enda þótt margir lifðu við friðsamleg
störf, stunduðu búnað, en ekki víking og verzlun, þá
voru þó sjálfsuppheldisskilyrðin þannig vaxin, að hverog
einn varð að temja sér vopnaburð. Enda voru þeir fáir
frjálsbornir menn, er vörðu ekki nokkrum hluta ævinnar
til þess að framast með höfðingjum eða í siglingum.
Að afla sér fjár og frama að dæmi ieðranna, að sigra eða
falla með hreysti og öðlast síðan virðulegt sæti meðal
kappanna í Valhöll — það var hugsjón ungmennanna.
En »enginn kemst sofandi að sigri«. Hver sem vildi ná
takmarkinu, mátti ekki láta neitt færi ónotað til að efla
atgjörvi sína. Hann varð snemma að temja likama sinn
við raunir og sál sina við þrek og snarræði. Þannig var
uppeldinu markað svið. A sama grundvelli hvílir
einnig hið fjölskrúðuga s a m k v æ m i s 1 í f fornaldarinn-
ar, sem var nokkurs konar áframhald af uppeldi æsku-
lýðsins, mikilvægur menningarmiðill fyrir hina þroskaðri
kynslóð. Blótveizlur og erfisdrykkjur eru elztu og at-
kvæðamestu samsætin, og við þau tíðkuðust ýmsir merki-
legir siðir, er miðuðu til að efla þekkingu manna og fram-
kvæmdarþrá.
»Sjálfur leið þú sjálfan þig«. Þessi orð, er höfund-
ur Grógaldurs lætur hina framliðnu móður segja við son
sinn, má telja einkunnarorð að uppeldisstefnu fornaldar-
innar. Foreldrarnir létu sér að mestu nægja að vekja
sjálfsuppheldishvöt drengsins og opna honurn þannigveg-
inn til sjálfmenningar, sumpart með frásögnum um dáð
og drengskap feðranna, sumpart með þvi að gefa honum
sem optast kost á að vera á mannamótum og koma hon-