Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 61
C i
um þannig svo að segja í samband við slagæðar þjóðlífs-
ins. Optsinnis stóð drengurinn við kné móður sinnar í
dyngjunni, þar sem konur og meyjar ;>höfðu á skriptum,
þats skatar léku« og hjöluðu löngum með hlýrri aðdáun
um framaverk kappanna rneðan þær »byrðu þau á borða«
(þ. e. glitsaumuðu rnyndir af þeim). Stundum situr hann
í höllinni og hlýðir á, er menn »dæma um vopn og
vígrisni«, eða hann er staddur á mannfundum, heyrir
sagt frá markverðum tfðindum og sér glæsilegar sveitir
vopnaðra manna. Brjóst hans svellur af aðdáun. Sjálf-
stæðishvötin stælist og hvíslar þeirri von í eyra honum:
»Hverr veit nema ek verða
víða frægr of síðir«.
Imyndunaraflið kemst á ferð og flug. Sál hans
dreymir inn í þenna töfraheim, er frásagnirnar opna
honum; hann sér sig í anda gnæfa hátt í lyptingu á
skrautlegri skeið, vel búinn að vopnum og klæðum; vind-
urinn þenur hin stöfuðu segl og flytur vopnglaða vera
fram til sigurs og sæmda.
»Þat mælti min móðir
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á hring með víkingum
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar,
höggva mann, ok annan,«
kveður Egill Skallagrímsson í æsku.
Á margvíslegan hátt speglast framtíðardraumar ung-
mennanna í leikum þeirra. Þar stælir hver þau störf og
•atvik, sem honum finst mest um, og vinnúr / þannig að
Jþví, að hugsjónin megi verða að verulegleika. Eg nefni