Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 64
s v e r ð i (öxi) og hlífa sér með skildi. Skilm-
ingar fornaldarinnar voru að mörgu frábrugðnar þvi, er
nú tíðkast; reglufestin var minni. Mikið þótti í það var-
ið, að vera jafnvigur báðum höndutn og að
geta skipt svo fljótt um vopn í hendi sér með því að
kasta þeim í lopt upp, að eigi mætti varast. Stökkfimi
{h 1 a u p) kom sér og vel i vopnaviðskiptum; menn
stukku undan tilræðum, öfugir aptur á bak eða
upp vfir lagið. Margar aðrar iþróttir voru ung-
lingamir látnir temja sér. En því fer fjarri, að þeir láti
sér nægja þá æfingatima eina, er fóstrinn fylgdi þeim.
Upp á eigin spýtur bylta þeir sér úti á víðavangi og
leika listir sínar. Vérsjáum þá iðka sund í sjó, vötn-
um og laugum. Allir muna eptir Kjartani og leikbræðr-
um hans við Laxá. Það kom sér vel fyrir þjóð, er ól
aldur sinn svo að segja jafnt á sjó sem landi, að kunna
að grípa til sundtakanna, er skipi hvolfdi eða fjandmenn-
irnir krepptu svo að farmanninum, að ekki var annars
kostur en að leita sér lifs með því að hlaupa fyrir borð.
Vér sjáum sveinana æfa g 1 í m u r úti og inni. Má
-vera að það komi þeim síðar að góðu haldi, ef vopnin
ibregðast eða eru fjarri þegar óvini skal mæta. Og vér
sjáum þá liðka og herða líkama sinn með því að iðka
skíðaferðir* leggjahlaup (= skautaferðir),
knattleika, klífa í björg og fremja aðrar þor-
anraunir. Stundum fara fáir sér, stundum sjáum vér
stórhópa, er hafa mælt sér mót víðsvegar úr byggðinni
til þess að reyna með sér. Slíkir sveinaleikar í
stórum stýl áttu sér opt stað á mannamótum. Við
knattleikana á Hvítárvöllum, er Egla getur um, g e r ð u
smásveinar sér annan leik.
*) Skiðafars er að vísu eigi getið i íslendingasögum, en
-eg þykist mega ráða af ýmsu, að Norðmenn hafi flutt þá íþrótt
með sér til íslands.