Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 65
Þannig bjó sig hinn uppvaxandi kappi undir á-
kvörðun sína:
»gunni at heyja
ok glaða ömu«.
Hið röska útivistarlíf í æsku, er lét blóðið duna,
stælti vöðvana og styrkti hugann, var forskilyrðið fyrir
fræknleik og þreki fullorðinsáranna, þoranraunir þess for-
skilyrðið fyrir því, að hinn fullorðni gat haft að orðtaki:
»Eigi veit ek, hvat hræðslan er!«
n.
íþróttasýningar og þjóðleikir.
íþróttir kann ek átta,
Yggs fet ek líð at smíða,
færr em ek hratt á hesti,
hefk sund numit stundum,
skriða kann ek á skíðum,
skýt ek ok ræ’k, svá nýtir.
[Þó lætr G-erðr i (xörðum
gollhrings við mér skolla].
Haraldur harðráði.
Því fór fjarri, að »sportið« væri lagt á hylluna þeg-
ar er þroskaárin tóku við. Afl og fimleikar reyndust í
þá daga jafn þarflegt veganesti á lífsleiðinni sem vits-
munir. En þvi hnignar hverju, er viðhaldið vantar. Með-
an fjörið vannst og ellin hafði eigi náð föstum tökum á
likamanum var hver boðinn og búinn til leika. Jafnvel
gamlir höfðingjar þreyta þess kyns líkamshreyfingar, er
herrar nútímans mundu kalla drengjalæti, t. d. að stökkva
yfir skurði, stikla upp veggi o. s. frv. Hvervetna, er
fjölmenni var saraankomið, i samkvæmum og á þingum,
4