Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Qupperneq 68
68
Ijósklæddi þegar til lands lítt sjálfbjarga, en félagi hans
leikur enn marga leika, þá er mönnum er
títt að leika á sundi.
Hestaþing. Að etja saman stóðhestum til
vigs og sjá þá bítast og berjast var vinsæl skemmtun
meðal fornmanna. Síðari hluta sumars, er hestarnir höfðu
gengið frjálsir um haga með hryssum sinum og voru
allra ólmastir, stofnuðu menn til slíkra skemmtana, ým-
ist i sambandi við leiðarþingin, en optar voru þó sérstak-
ar samkomur haldnar í þvi skyni. Og fáar voru fjöl-
sóttari i héraði. Jafnskjótt sem það kvisaðist að einhver,
er góður þóttist afhesti si n'u m, hafði b o ð-
i ð öðrum h e s t a a t, varð uppi fótur og fit um allt
héraðið. í stórhópum riðu karlar og konur til samkomu-
staðarins, er jafnan var kjörinn á sléttum grundum eða
melum, og biðu þess óþreyjufullir, að skemmtunin byrj-
aði. Enda mátti einatt búast við, að fleira yrði til tið-
inda en hestavigin ein, ef ofurkappsmenn áttu í
hlut. Einkum var þó tnargt um manninn, er e t j a skyldi
ö 11 u m v i g h e s t u m, er til voru í héraðinu, eða
með öðrum orðum, er heilir hreppar leiddu saman
hesta sína. Áhorfendurnir skipuðust í hring um
hvert vígsvæði, og var lögboðið, að hver skyldi ábyrgjast
sig sjálfur fyrir meiðslum af hálfu hestanna. Víghestarn-
ir eru nú leiddir fram og látnir rennast að
tveir og tveir innan i mannhringunum víðs vegar um
völlinn. Þeir risa upp á afturfæturna, bitast og slást,
fnæsandi og hvíandi. Þykir mönnum það góð skemmt-
un. »Maður fylgir þar hverjum hesti, er fram er leidd-
ur, og hefir staf (hestastaf, hestastöng) í hendi
og klappar á lend hestinum og þar með styður hann
hestinn, þá hann rís* (Bisk. I 633). Það er eigandinn
sjálfur eða einhver sá, er hann treystir betur til keyrsl-