Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 70
70
Vist tem ek gráð hinn geysta
gjarna vlgjai barni,*
kveður Skarphéðinn. Hversu altítt það var, að ójafnaður
við hestavíg yrði fornmönnum orsök til fjandskapar og
mannviga, má meðal annars ráða af orðum Víga-Glúms
um Eyfirðinga: »Svo lýkur hér hverju hestaþingiW At-
ið var eigendum hestanna hin mesta metnaðarsök. Það
þótti eigi smálítill heiðnr að eiga beztan víghest i hérað-
inu; töldu menn það vott um búrausn og höfðingsskap.
Enda voru góðir víghestar i afarháu verði. Þeir voru
striðaldir á vetrum og gengu sjálfala á sumrum. Eigend-
urnir ræktu þá með óþreytandi alúð; opt og einatt sjá-
um vér þá ganga til þeirra út í haga, snotra þá, kemba
og klippa. Og vildi einhver vanda vini sinum gjöf, var
fátt betur þegið en gott stóð.
Hestnþingin voru þannig hvorttveggja í senn, gam-
an og alvara. Þau skemtu alþýðu manna og gáfu henni
kost á að hressa hugann við mannfundi, en jafnframt
glæddu þau áhuga bænda á hestarækt og búnaði yfir höf-
uð. Og þótt margt megi að þeim finna, þá verður þvi
þó ekki neitað, að afdrifamiklar samkomur voru þau fyr-
ir þjóðlifið. — Síðustu hestavig á íslandi, er sögur fara
af, stóðu árið 1623.
Knattleikar. Sumarið er liðið; þingmál, verzl-
un, heyannir og önnur umsvifamikil störf um garð geng-
in. Veturinn, næðissamasti tími ársins, stendur fyrir
dyrum. En hvað skal mönnum í blóma lífsins að sitja
aðgjörðalausir heima? Þegar isa leggur á vötn og pela í
jörð, stofna þeir til leika. Optast eru það
k n a 111 e i k a r. Eiriatt héldust leikæfingar lengi vetrar,
þannig að menn komu saman af ýmsum bæjum á á-
kveðnum stað þegar veður leyfði og héldu heim að
kvöldi. Það bar og eigi allsjaldan við, er menn sóttu til