Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 71
7i
um allt héraðið, að sumir byggðu sér skála og lágu við
vikum saman; var það þeim mun eðlilegra sem 1 e i k-
m ó t i ð stóð víða á sama stað ár eptir ár. »Það var
siður Breiðvíkinga á haustum«, segir Eyrbyggja, »að þeir
höfðu knattleika um veturnáttaskeið undir Oxl suður frá
Knerri, — þar heita síðan Leiksálavellir, — og
sóftu menn þangað um alla sveitina; voru þar gjörðir
leikskálar miklir; vistuðust menn þangað og sátu hálfan
mánuð eða lengur«. Stundum stóðu leikarnir aptur á
móti ekki yfir nema einn eða örfáa daga. En þá voru
þeir þeim mun fjölsóttari, eins konar alþýðlegar skemmti-
samkomur, er menn söfnuðust til »víða um héruð«.
Gildir bændur eða heldri manna synir gengust fyrir slík-
um leikmótum og ákváðu samkomustað í námunda við
bæ sinn, ef staðhættir leyfðu. Lét bóndi einatt veita
gestum góðan beina á sinn kostað. Þess er getið í Lax-
dælu, að hinn auðugi bóndason Hallur Guðmundarson í
Asbjarnarnesi, stofnaði til knattleika við bæ föður síns.
Kom þar til mikið fjölmenni »vestan úr Miðfirði, af
Vatnsnesi, úr Vatnsdal og austan úr Langadal«. Og um
kvöldið, er leik var lokið, stendur Hallur upp og segir
það boð föður síns að allir þeir, er lengst hafi til sótt,
dvelji þar næturlangt, til þess að taka megi til skemtun-
ar þegar að morgni. »Var þar aukið hundrað (þ. e. yfir
12o) manna á búi um nóttina«. Slík fjölmenn knatt-
leikamót voru líka opt i sambandi við haustboð stór-
bændanna eða leiðarþingin. L e i k v ö 11 völdu menn
sér sem sléttastan og harðastan, til þess að knötturinn
mætti stökkva sem bezt. Tíðast var leikið á ísi, á tjörn-
um, fljótum og fjörðum. Væri iss eigi kostur, fór leik-
urinn fram á sléttum harðvellisbala. Áhorfendur skorti
sjaldnast, þvi að »mörgum var forvitni á að sjá leikinn,
og vita, hver sterkastur væri eður 1 e i k m a ð u r bezt-
ur«. Skipuðust þeir umhverfis svæðið á hóla og börð,