Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 72
72
þar sem vel mátti sjá yfir; eða menn sátu á bekkjum og
stólum. Hversu mikið fjölmenni einatt var viðstatt, má
ráða af leikmótinu í Ásbjarnarnesi og ótal öðrum heim-
ildum. Kvennþjóðin lét sín eigi saknað; löngunin til
að sjá hraustlegt atferli fríðra sveina heillaði hana og ein-
att réð ástin förinni. »Allar vildu meyjar með Ingólfi
ganga«. Það var við knattleika í Grimstungum að þau
Valgerður kyntust. Og gamlir menn, sem voru að visu
orðnir of ellimóðir til að þreyta leik við brjóstheilan
æskulýðinn, töldu eigi eptir sér að koma á mótin er
kostur gafst; þeir unnu iþróttunum sem í æsku og þótti
gaman að sjá, hverjir knástir væru ungu mannanna. Til
þess að stýra leiknum og gæta þess að allt færi sem
friðsamlegast fram, var kjörinn formaður eptir ö r-
leik og atgjörvi. Hefði einhver einn stofnað til
leikanna, var hann sjálfkjörinn. Hann s k i p t i t i 1
1 e i k s þ. e. hann skipti leikmönnum í tvær jafnar
sveitir, nema slíka tvískiptingu leiddi af sjálfu sér, svo
sem þá er íbúar tveggja héraða reyndu með sér; því
næst var skipað saman tveimur og tveimur þ e i m e r
jafnsterkastir voru. Það voru kraptar, er leiks-
lokin einkum voru komin undir. Væri einhver sá með-
al leikmanna, er langt bar af hinum að styrkleika, var
gjört annað af tvennu; að hann var látinn sitja hjá eða
leika móti tveimur. Til að firra vandræðum var einatt
þeim, er kunnir voru að ofstopa, meinuð hluttaka í
leiknum, þótt eigi væru afarmenni að burðum. Hver
sveit tók sér nú stöðu andspænis annari, og lékust við
tveir og tveir. Þeir höfðu báðir í sameiningu k n a 11-
t r é og k n ö 11 úr tré eða málmi, eigi stærri en svo,
að gripa mátti annari hendi. Kipphorn að baki hverjum
leikanda var merkilína, þvert yfir sviðið. í leiksbyrjun
hefur annar bæði knöttinn og tréð. Hann kastar upp
knettinum og slær hann á lopti með trénu annari hendi