Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 73
73
sem fastast hann má. Vinningurinn er undir því kom-
inn fyrir hann að knötturinn fljúgi eða skoppi út yíir
markið áður en sá, er móti leikur, hendir hann (sbr.
bera út knöttinn, slá út knöttinn). Hrykki
höggið eigi til, varð hann að vera viðbúinn nð bregða á
rás og reyna að r e k a ú t knöttinn fyrir hinum.
Heppnaðist aptur á móti þeim, er úti var, að ná knett-
inum eða reka hann undan sér til þess staðar, er hann
var sleginn, hafði hann unnið leikinn og skyldi nú vera
inni með knöttinn og tréð. — Þannig virðist aðalleikað-
ferðin að hafa verið; en þó kunna ýmis afbrigði að hafa átt
sér stað, einkum ef fleiri lékust við (sbr. Fornaldars. III
264). Hvernig á því stóð, að mönnnum lenti einatt
saman í glímur og ryskingar, er nú auðsætt. Menn gátu
eigi stillt sig um, að tálma hvor öðrum með handalög-
máli er þeir eltust um knöttinn.
Engum getur dulist, að knattleikarnir fornu,
jafnmikið sem þeir voru tíðkaðir á íslandi, hlutu að hafa
víðtæk áhrif á tilveru þjóðarinnar. Þeir voru vörn gegn
vetrardrunganum, héldu sálunni vakandi og líkamsfjörinu
kviku. Og auk þess voru þeir þýðingarmiklir fyrir við-
skiptalífið; menn hittast þar að málurn, eigast við kaup
og sölur, semja um giptingar o. s. frv.
III.
Veizlugleði.
Um vápn dæma
ok vigrisni
sigtivasynir.
Lokasenna.
»Maður er manns gaman« var orðtak fornmanna.
Þeim var það í blóðinu borið að vera gefnir fyrir