Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 74
74
m a n n f a g n a ð, enda er gestrisni eitt af aðaleinkenn-
um þeirra. Frá því í fyrndinni hafði gnðsdýrkun Norð-
urlandabúa haft i för með sér mörg og mikil veizluhöld.
Höfuðblót voru þrjú á ári, haustblót, jólablót
(eða miðsvetrarblót) og sumarblót. Menn
sóttu til blótstaðanna um heil héruð, gjörðu sér veizlu
við kjöt fórnardýranna, en höfðu drykk með sér að
heiman; voru slikar veizlur nefndar samburðaröl.
I nánu sambandi við hinar fornu trúarhugmyndir stóðu
einnig erfisdrykkjurnar, er erfingjar urðu að
halda að heimilisföðurnum látnum áður þeir væru
rétt komnir til arfs. Annara mikilvægra at-
burða i heimilislífinu var og minnst hátíðlega. Þegar
mær lofaðist m.anni, vnr drnkkið f e s t a r ö l, og þá var
lika innan skamms brúðkaupsveizla í vænd-
um. Þegar höfðingi býst að heiman í víking eða kaup-
ferðir, drekkur hann brottferðaröl sitt, og þegar
hann kemur heim aptur, sæmdur sigri og auð, er honum
búið fagnaðaröl af vinum og frændum. Auk þess-
ara siðbundnu samkvæma, tíðkuðust auðvitað mörg önn-
ur veizluhöld við tækifæri. A Islandi ber lítið á blót-
veizlum, en því meir á ættmenna- og vina-boð-
u m. Það virðist hafa verið siður flestra heldri
bænda að halda haustboð, og eiga þau boð ef til vill
rætur að rekja til haustblótanna í Noregi.
Eptir að heiðnina líður, verða að vísu ýmsar breyt-
ingar á samkvæmislífinu, einkum að því, er tilefni sam-
kvæmanna snertir; en svo er um hinar fornu veizlu-
skemmtanir sem um svo marga aðra heiðna siði; þær
áttu sér enn allflestar langan aldur.
Þess er getið um Olaf pá, er hann vildi halda erfi
eptir Höskuld föður sinn, að hann gekkfram á Lögbergi
og bauð til ekki einungis frændum og vinum, heldur
hverjum, er þiggja vildi. Enda er mælt að rúmlega þús-