Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 75
und manns kæmi til boðsins, og hafi það verið fjölmenn-
ust veizla á Islandi »önnur en sd, er Hjaltasynir gjörðn
erfi eptir föður sinn; þar voru 12 hundruð (= 1440)«.
Slikar veizlur voru að vísu eins dæmi, en þó er víst um
það, að fjölkvæmt var einatt í veizlum fornmanna. Og
opt stóðu þær dögum saman. Auðæfin skorti eigi, og
þrælarnir önnuðust bústörfin meðan hinir frjálsbornu
skemmtu sér.
í svo langvinnum veizlum var eðlilegt, að skemmt-
anirnar yrðu töluvert tilbreytingamiklar. »Margs konar
leikar voru að þessari veizlu«, er viðkvæðið í sögunum.
A daginn voru menn einatt að útileikum, við glímur,
knattleika eða sund. En er borð voru upp tekin að
kveldi og öl var inn borið, hófst ýmisleg ö 11 e i t i.
»Þótti mönnum gott til gleði að drekka margir saman«.
Glópaldi var hver sá nefndur, er þá hnepti höfði í
feld sinn.
Glaðr ok reifr
skyli gumna ’nverr,
unz sínn bíður bana.
Menn drukku mörg f u 11, bæði goðanna, virðu-
legra gesta og framliðinna frænda. Þau nefndust
m i n n i. Þegar konur voru eigi við, drukku allir sam-
an; var það kölluð s v e i t a r d r y k k j a, og fór þann-
ig fram, að hver skyldi tæma það horn einn, er ö 1-'
s e 1 j a n bar honum (d r e k k a e i n m e n n i n g), eða
tæma það til hálfs og rétta síðan yfir eldinn, er
brann í steinþró á endilöngu gólfi, einhverjum þeim á
bekknum andspænis, er hann helzt vildi d r e k k a á
(sbr. sitja fyrir ádrykkju e—s). Væru konur
viðstaddar, kom stundum tvímenningur i stað
sveitardrykkju. Þá er Egill Skallagrímsson sat veizlu hjá
Arnfinni jarli, »kvað jarl skyldu sæti hluta, skyldi drekka