Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 76
76
saman karlmaður og kona, svo sem til ynnist, en þeir
sér, er fleiri væru. Menn báru þá hluti sína í skaut, og
tók jarl upp; jarl átti dóttur allfriða og þá frumvaxta;
svo sagði hlutur til, að Egill skyldi sitja hjá jarlsdóttur
um kveldið«. I Ynglingas. getur Snorri þess, að það var
siður víkiuga að drekka sveitardrykkju, þótt þeir væru að
veizlum. En er Hildigunnur gekk fyrir Hjörvarð kon-
ung með silfurkalk i hendi og mælti: »Allir heilir, Ylf-
ingar, að Hrólfs minni kraka«, kaus hann heldur að láta
vikingalögin og drekka tvimenning við hana. »Hann tók
kalkinn og hönd hennar með«.
Margt var haít að ö 1 m á 1 u m. Menn ræddu um
afrek og atgjörvi nýtra drengja, um vopn og víkingar.
Ymist skemmti einn öllum með þvi að segja frá ferðum
sinum. Svo var um Kjartan í brúðkaupi þeirra Hrefnu.
Eða sá gekk fram, er sögur kunni að segja fráframa-
verkum feðranna. Honum er fenginn stóll í miðri stofu,
þaðan er bezt má heyra. Og jafnskjótt verður hljóð í
höllinni. Hin »drengilegu verk og frækilegu fram-
kvæmdir«. er frásagan hljóðaði um, voru í ætt við gjörð-
ir áheyiandans eða spegilmyndir af hugsjónum hans.
Þau brugðu upp frægðarljóma ættanna og bentu niðjun-
um á þá braut, er leiddi til vegs og frama. Og því létu
menn ekki þreytast að hlýða á. Marga mun reka minni
til Islendingsins í höll Haraldar harðráða, er skemmti
konungi og hirðinni með sögum frá haustnóttum til þess
fram yfir jól. Við brúðkaup á Reykhólum árið 1119 var
sagnaskemmtun aðalveizlugamanið. Ingimundur
prestur og Hrólfur frá Skálmarnesi segja þar heilar forn-
sögur hvor í kapp við annan. Ótal fleiri dæmi mætti
telja, er sýna, hversu mjög fornmenn unnu sagnaskemmt-
un. Þeir völdu henni virðingarheitin h í b ý 1 a b ó t og
borðprýði. Enda eiga líka sagnabókmenntir vorar
þangað rót sína að rekja. — Sama er að segja um