Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 80
8o
Varð það að jafnaði tilefni til almennrar íþróttasýningar
næsta dag.
Fulltrúaleiks er getið í Glúmu. Eitt kvöld,
er menn voru mettir, stakk Glúmur upp á því til skemmt-
unar, að menn skyldu taka sér fulltrúa; »mun eg
kjósa fyrst, og eru þrír mínir fulltrúar, einn er fésjóður
minn, annar öxi mín, þriðji stokkabúr«. Þá kaus hver
að öðrum. »Hvern kýs þú, Ingólfur?« segir Glúmur.
Hann svarar: »Þorkel á Hamri«. Þá spratt Glúmur
upp og var reiður. Og við það dettur botninn úr leikn-
um. En áframhaldið er auðsætt. Þegar allir höfðu nefnt
það, er þeir töldu sér helzt traust að, hvort heldur menn
eða hluti, tóku menn að jafna »fulltrúunum« saman.
Leikurinn var kappræðuleikur, svipaður mannjafnaði.
Einhver merkasti ölsiðurinn voru heitstrenging-
arnar. Þær áttu sér einkum stað við erfisöl og jóla-
blót og fóru fram að b r a g a r f u 11 i1 þ. e. um leið og
drukkið var minni hins látna eða goðs þess er blótað
var. Menn stóðu upp úr sætum sínum, fyrst hinn tign-
asti og síðan hver að öðrum, stigu fæti á pallbrúnina eða
eldþróna, réttu upp hornið og sögðu fram heit sitt með
formálanum: »Stíg eg á stokk (stein) og strengi
eg þess heit, að eg skal .... eða deyja ella«.
Önnur aðferð var sú, að leggja aðra höndina á höfuð,
en hina á burstir gelti, er helgaður var Frey og nefndur
sonargöltr; var hann leiddur inn í stofuna í því
skyni. — Þessi ölsiður er náskyldur mannjöfnuði og átti
sem hann rót sína i afrekshvötinni, lönguninni til að
lypta sér upp yíir miðlungshófið og framkvæma eitthvað
það, er bera mætti nafn vinnandans fram yfir aldirnar
og jafnframt sýna samtíðinni, að hann væri ekkert ör-
1) B r a g r = sá, er ber af öðrum og bregður sæmd yfir
hópsinn(sbr. „bragr kvenna“, um Brynhildi, og Ásabragr
um Þór).