Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 82
82
skilninginn og gjöra hugsunina snara í snúningum. Oss
furðar því ekki, þótt fornmenn hefðu miklar mætur á
þeirri skemmtun, því að hverjum er fremur þörf á að
þróa snarræði sitt og- glöggskyggni en þeim, er lifa á
herskáum tímum og mega búast við hættu í hverri gætt?
Frá þvi fyrsta, er oss opnast útsýn yfir tilveru fornþjóð-
ar Norðurlanda, sjáum vér taflið skipa sæti meðal vin-
sælustu dægrastyttinga hennar í tómstundum, bæði heima
fyrir og i hernaði. Otal menjar frá víkingaöldinni bera
þess vott. Taflið var einatt meðal þeirra kjörgripa, er
fylgdu hinum framliðna kappa undir græna torfu. Og
goðafræðin sýnir, að þjóðina rankaði við þessari skemmt-
un frá ómuna tíð. í árdaga sátu Æsir á Iðavelli og
»tefldu teitir í túni«. Og eptir ragnarök (= heimsendi),
þá jörð er runnin úr ægi öðru sinni
»munu undrsamlegar,
gullnar töflur
í grasi finnask«
og koma hinni nýju goðaætt að góðu haldi. I fornsög-
um Norðurlanda er það altítt um kappana, er þeir halda
kyrru fyrir, að þeir sitja að taflborði. Þegar
sendimenn Ellu Englakonungs færa Loðbrókarsonum
fregnina um dauða föður þeirra í ormagarðinum, eru þeir
að tafli Hvítserkr og Björn. Og er sendimenn herma
hinnstu orð Ragnars: »gnyðja mundu nú grísir, ef galtar
kvö! vissu«, kreistir Hvítserkr taflmanninn, er hann hélt
á, svo fast, að blóð stökk undan hverri nögl. Fræg er
einnig frásögnin um tafl þeirra Friðþjófs og Björns á
Framnesi. Þá er taflskemmtunar eigi sjaldnar getið á
söguöldinni. Tiginn og ótiginn, karl og kona, leika þá
list. Þegar Hallfreðr kom úr sendiför þeirri, er hann
skyldi sækja augu Þorleifs spaka, hittir hann Ólaf kon-
ung við taflborðið. Þorkell Geitisson i Krossavík hefur