Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 83
83
það sér til afþreyingar, er hann liggur í sárum, að horfa
á þegar aðrir tefla. Harðarsaga getur vinnumanna, er
tefldu á heylopti úti í fjósi. Og hversu opt veitti eigi
tafllistin elskendunum kærkomið færi á að dvelja saman 1
Gunnlaugur og Helga léku að tafli í æsku.
Hversu margs konar töfl tíðkuðust í fornöld, vit-
um vér eigi með vissu. En svo mikið er vist, að aðal-
taflið á söguöldunum var hnefatafl (eða hneftaflþ.
Um það höfum vér fyllstar upplýsingar í Hervararsögu:
»Hverjar’ eru þær drósir enar jörpu hlífa
er um sinn dróttin alla daga,
vápnalausar vega; enn enar fegri fara? —
Þat er hneftafl, töflur drepast vápnalausar um hnefann,
ok fylgja honum hinar rauðu.
Hvat er þat dýra, horn hefir átta
er drepr fé manna enn höfuð ekki
ok er járni kringt útan; ok rennr, er má? — —
Þat er húnn í hnefatafli; hann heitir sem björn; hann
rennr þegar er honum er kastat«. — Beri maður nú þess-
ar upplýsingar saman við jarðfundnar taflmenjar frá forn-
um tíma, þá getum vér sagt með vissu um hnefataflið:
Það var leikið á borði, er skipt var í ferhyrnda r e i t i,
með kringlóttum plötum úr gleri eða steini, er nefndust
t ö f 1 u r eða t a f 1 i r (eint. t a f 1 a eða t ö f 1). Annars
vegar á borði voru ljósar töflur, hins vegar dökkar og
með þeim eins konar kongur, er kallaður var h n e f i.
Af honum dró taflið nafn. Og um hann snerist leikur-
inn; dökku töflurnar vörðu hnefann, en hinar ljósu sóttu
1) Tillfking af þessu heiti er orðið hneitafl, sem táknar
þvi eigi sérstaka tafltegund (sbr. Skýrsla um Forngripasafn ís-
lands, 1863.
6*