Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 84
84
á. Teningskast réði, hvernig leika skyldi, og nefndist
teningurinn hiinn. Hvernig gangurinn var í taflinu er
oss allsendis ókunnugt. Vér vitum ekki einu sinni töl-
una d töflunum með neinni vissu. —ítrekstafls er
einnig getið í Hervararsögu, en annars er það óþekkt.—
Elzta fregn um skáktafl á Norðurlöndum, sem tak-
andi er mark á, er frásögn Snorra i Heimskringlu um
tildrögin til, að Knútur riki lét drepa Úlf jarl mág sinn.
Einn dag haustið 1027, er jarl hafði búið konungi veizlu
i Hróarskeldu, var hann fámálugur og heldur ófrýnn.
Þá spurði jarl, hvort hann vildi leika at skáktafli.
Og er þeir tefldu, lék konungur slæman letk (»1 é k f i n g r-
brjót mikinny); þá skækði (= skákaði) jarl af
honum riddara; konungur bar aptur tafl hans og
segir að hann skyldi annað leika; jarl reiddist, skautniður
taflborðinu, stóð upp og gekk burt. »Rennur þú
nú, Úlfur hinn ragi!« mælti konungur. Jarl snerist aptur
við dyrnar og mælti: »Lengra mundir þú runnið hafa
í Anni helgu, ef þú hefðir því við komið, er Svíar börðu
yður sem hunda!« Knýtlinga lætur Valdimar Knútsson
sitja að skáktafli, er Sveinn svíðandi veitir þeim Knúti
aðsókn í Hróarskeldu (iiS7). Aronssaga getur skáktafls
í Noregi 1248; tefla þar saman Norðmenn og Islending-
ar. A íslandi er þess getið víða á 13. öldinni. Arið
1241 er þess getið um Þorgils skarða, að hann varð eitt
sinn ósáttur við Sám frænda Gizurar Þorvaldssonar út
úr tafli. Sámur vildi bera aptur riddara sinn, er
hann hafði teflt í uppnám, en Þorgils vildi eigi leyfa.
í tíð Bótólfs biskups hins norræna á Hólum (1238—46)
bar svo til eitt sinn á jólum, að djáknar tveir sátu og
tefldu. Biskup kom og leit á; gat hann ekki að sér gjört
að segja öðrum til. En er hinn sá, að hann var kom-
inn að máti, reiddist hann og mælti: »Betra er þér
Bótólfur að fara út í kirkju og sjá yfir ræðing þinn, er