Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 85
þú átt að lesa í nótt, því að f>ú last allt rangt í fyrri
nótt«. Hvenær skáktafl hafi fyrst borizt til Norðurlanda,
er allsendis ókunnugt. En hitt er víst, að fyrir daga
Snorra er það altítt og hann er sjálfur þeirrar skoðanar,
að í Danmörk hafi það verið tíðkað meðal inanna Knúts
ríka á öndverðri n. öld. Hvergi er bent til þess í
norrænum ritum, sem sagt er fullum íetum í skáksögu-
yfirliti ritsins »í uppnámi«, að skáktafl hafi fluzt hingað
til lands frá Englandi með íslenzkum námsmönnum. Það
er að eins einn mögulegleiki meðal margra. — K o t r u
er getið á Sturlungaöldinni; eins og nafnið bendir til
(kotra >• kvotra >■ kvátra = fr. quatre) og öll orðtæki,
er það tafl af frönskum uppruna. — Titt var það um
töfl í fornöld, að þau urðu mönnum að misklíðarefni,
svo sem sjá má af framantöldum dæmum. í Sturl. er
sagt um tvo menn, að þeir bitust um tafl og
k o n u r. Menn tefldu einatt um v i ð u r 1 ö g u r (þ. e.
lögðu eitthvað við), og kvað svo ramt að því að það var
bannað með lögum ásamt verplakasti (þ. e. tenings-
kasti). Þó mun ósamlyndið sjaldnast hafa stafað af því,
heldur miklu fremur af metnaði. Að vera góður taflmað-
ur var talið vitsmunamerki og því sómi. Taflást forn-
manna er og auðsæ af því, hversu skrautlega var frá
þeim gripum gengið. Taflmennirnir voru einatt úr dýru
efni og geymdir i pung (t a f 1 p u n g r) með gullhringum
á dragböndunum. I borðinu var hringur, t. d. úr silfri,
svo að hægt var að hengja það á vegg.
Þá skemmtu menn sér einnig innan fjögra veggja
við ýmsa leiki, er fólgnir voru i líkamshreyfingum.
Hnútukasts1 er getið í gömlum sögnum við
veizlur jötna og fornkonunga, enda mun sá ölsiður hafa
1) Sbr. k a s t (= lærhuúta) í vestfirsku alþýðumáli «g
orðtækið „a ð g e f a (senda) e. m. h n ú t u“.