Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 90
90
feli i sér söguna urn, að sjávarkvörnin m a 1 i, enda er
Dvnröst á Petlandsfirði sett í saniband við auga Grotta,
hinnar frægu kvarnar, er Fróði átti Danakonungur og lét
þær Fenju og Menju mala gull á, unz þær mólu her að
honum »og þá kom Mýsingur sækonungur og tók kvörn-
ina (lét hana maía hvítasalt), og mól hún hann í sjó«.
Svipaðar sagnir um kvörn í sjónum finnast víðsvegar um
Norðurlönd og á ströndutn Þýzkalands og Frakklands,
og munu þær allar af sömu rótum runnar (sbr. Isl. Þjóðs.
Jóns Arnasonar II. 9—13: »Malaðu hvorkimaltsé salt«).
I Tim. Bmf. XIII. hefir B. Gr. farið lofsamlegum
orðurn um verk Rydbergs, og segir þar um þetto efni
meðal annars (154. bls.): »Kvörnin Fróða, sem Fenja
og Menja sneru og möluðu gull á, er endurminning um
hina fornu heimskvörn«.
Nú vilja margir, þeir er fróðir teljast í meðferð og
•rannsókn alþýðusagna, eigi kannast við neina forna goð-
sögn um heimskvörn, heldur leitast þeir við að skýra
upptök Grottasögunnar og áþekkra sagna um kvarnir i
sjó á annan hátt, sundurliða þær á ýmsa vegu, og sneiða
hjá öllu því, sem bendir á samband þeirra við goðatrúna,
(sjá A. Olrik í Salmonsens Konv. Leks. VII. 1064—65).
En vísa Snæbjarnar, sem áður var á minst:
»Hvatt kveða hræra Grotta
hergrimmastan skerja
út fyrir jarðar skauti
Eylúðrs níu brúðir
þær er (lungs) fyrir löngu
liðmeldr (skipa hliðar
baugskerðir rístr barði
ból) Amlóða mólu«
virðist Ijóslega benda á aðra miklu stærri kvörn en þá,
sem Fróði átti og sökk á Petlandsfirði, því að henni
snúa að eins tvær tröllkonur (Fenja og Menja), en hinni
miklu kvörn hafa lengi snúið »niu brúðir Eylúðrs út fyr-
ir jarðar skauti« d: á heimsenda. Mjöl hennar kallar
skáldið »meldr Amlóða«, af því að sagan um Amlóða