Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 94
94
sem niinnir á yrkingu jarðarinnar. Byggvir segist vera
hróðugur af þvi; að synir Oðins drekki allir öl samanr
því að ölið er gjört af ávexti jarðar (byggi). Loki brigsl-
ar Byggvi um það, að hann kunni ekki að deila mönn-
um mat, og fela þau brigsl það i sér, að Byggvir hafi
slíkt starf á hendi. Gróðrarmoldin frá hinni miklu kvörn
kemur mjög misjafnlega niður, og lönd manna eru ólík
að frjósemd og gæðum; eru því brigsl Loka eigi ástæðu-
laus; en annars væri bágt að skilja merg málsins í sam-
ræðum þessum, ef störfum þeirra Byggvis og Beylu væri
eigi svona háttað.
Enn er minst á heimskvörnina, sem »malar mold
til matar,« i Sólarljóðum, sem kristinn höfundur hefir ort,
og er þar sagt frá ferð látins manns um marga heirna
»uppi ok niðri« (52. er.). Segir svo meðal annars af
ferðinni um »kvölheima«:
(57)» Vindr þagnaði
vötn stöðvaði
þá heyrða ek grimmligan gný:
(5S)»Dreyrga steina
þær hinar dökku konur
drógu daprliga
sínum rnönnum
svipvisar konur
mólu mold til matar«.
blóðug hjörtu
héngu þeim fyr brjósti utan
mædd með miklum trega«.
Hér virðist skáldið hafa sett kvörnina í undirheima,.
og getur það átt rót sína í heiðnum hugmyndum um
Hvergelmi, sem Gylf. 57 gjörir að kvalastað1, en Grímn-
ismál (26) segja um: »þaðan eiga vötn öll vega« 0: vötn
1) Þetta hlýtur að vera misskilningur Snorra (sbr. (tylf.
16: „Enn svá margir ormar eru i Hvergelmi með Niðhögg, at
engi tunga má telja“ og Gylf. 57. „Enn i Hvergelmi er verst.
Þar kvelr Niðhöggr | nái framgengna“) og koma þar fram áhrif
frá hugmyndum kristinna manna um helviti. Rydherg (Germ.
Myth. II. 20) og Mogk (Myth. 1112) láta Hvergelmi þýða ólgu-
k e t i 1, og bendir það á svelg eða hringiðu.