Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 97
97
kveikir eld með ndningi gangvélar sinnar, og má því
teljast faðir Heimdallar. Rigsþula virðist telja Heimdal
ættföður Danakonunga (Skjöldunga, sbr. G. Br. í N. Fél.
XIII, 118—125 og Björn M. Ólsen í Tím. Bmf. XV.
70—71), en hjá Saxa (I. 23) er faðir Skjaldar kallaður
»Lotherus«, sem getur varla verið annað en Lóðurr1.
En hvað sem þessum samrætingum líður, þá eru full
líkindi til, að fornmenn hafi kunnað fleira að segja frá
Mundilfæra en það sem stendur í Gylf. 11*, því að frá
honum mun stafa »Myndill sækonungr« i Fas* II. 5.
»Mundill gamli« i Háleygjatali og »Möndull dvergr« í
1) Saxi kallar afa Lóðurs og elzta frumföður Danakonunga
Humkla (Humla, ,,Humblus“), og kemur þar fram sami nafn-
stofn og i „Auð h u m 1 a(-h u m h 1 a)“, enda samsvarar Humhli
eftir röðinni Bura (afa Oðins, Hænis og Lóðurs), sem kom upp
úr steininum, er Auðhumla sleikti (Gylf'. 6).
2) Rydberg hefir fært ýms rök að því, að Mundilfæri sé
hinn eiginlegi Mánaguð, faðir Sunnu og Nönnu (sólardísar og
mánadisar = „Sunna“ og „Sinhtgunt11 hjá Þjóðverjum), og hafi
mörg heiti, enda er Nanna ýmist talin dóttir (xevars (hjá Saxa),
eða Nökkva (í Hyndl.) eða Nefs („Neps“ i Gylf. 51) = Hnefs, er
Niflungar = Hniflungar (Hkv. Hb. I. 48) eru frá komnir, eu hér
skal eigi farið langt út í það mál, heldur að eins drepið á það,
að þar sem Gylf. 11 segir, að Máni hafi tekið „tvö börn af jörð-
unni, er svá heita: Bil ok Hjúki, er þau gengu frá hrunni þeim,
er Byrgir heitir, ok háru á öxlum sér sá, er heitir Sægr, enn stöng-
in Simul“, — þá hlýtur sú sögn að hafa verið fjölskrúðugri í
heiðni, og má nærri geta, að einhver dýrmætur lögur hafi verið
í sánum, er hörnin háru, og hrunnurinn Byrgir svipaður skálda-
lindum Forn-Grikkja: Aganippe og Hippokrene. Nú hefir Ryd-
herg gjört það sennilegt, að fornmenn hafi liugsað sér skálda-
mjöðinn geymdan i tungli (shr. goðadrykkinn Soma i trú Forn-
Inda, sem geymist í tungli), og hregður sú skýring birtu yfir
ýmsar óljósar kenningar og orðatiltæki i fornkvæðum („Nökkvers
nökkvi" í Sonatorreki, „Hertýs vingnoð“ Sn. E. I. 240, og „Sökkva-
bekkr“ i Grm. 7. „er svalar unnir glymja yfir“, shr. s. af „M j a ð-
v e i g u Mánadóttur11 i Þjóðsögunum).
7