Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Qupperneq 100
IOO
sem breiðir limar sinar um allan heim, en ræturnar ná
til undirdjúpa)1 virðist einnig eiga heima hjá frændþjóð-
unum í Austurheimi. Jötuninn Purusha hjá Indum sam-
svarar Ymi hjá oss, og kýrin Auðhumla »frumkúnni«
hjá Persum, en hvorugt þeirra finst í trú Forn-Grikkja,
sem hafa þó svo margbreytt og fjölskrúðugt goðsagna-
kerfi, en það hefir orðið fyrir megnum áhrifum frá ó-
skyldum eða mjög fjarskvidum nágrannaþjóðum: Sems-
niðjum (Semítum) og Egiptum.
1) Það mun vera sprottið af misskilingi, sem segir í
(iylf. 15., að ,.Urðarl>runnr“ og þriðja rót asksins sé á himni,
því að eðlilegast er að hugsa sér, að allar ræturnar og allir
heimsbrunnarnir (Urðarhrunnr, Mimishrunnr og Hvergelmir) sé
neðan jarðar (shr. Vsp. 2.: „mjötvið mæran) |fyr mold neð-
a n“), enda er Urðr (á fornensku Vyrd, á fornþýzku Wurth)
dauðagyðja, og mun eiga heima í undirheimum, sem heiðnir menn
hafa sjálfsagt haft alt aðrar hugmyndir um en kristnir menn sið-
ar („Urðarmáni“ boðar manndauða, samkvæmt Eyrh. 52. k.).
Eins og kunnugt er, kölluðu forfeður vorir mannheiminn eða
mannabygðina Miðgarð (shr. Utgarðr um jötnabygðir og Asgarðr
um bústað goðanna), og finst það orð bæði i fornþýzku (Mittil-
gart, Mittingart, Middilgard) og fornensku (Middangeard), en Dan-
ir hafa lika kallað Miðgarð „Meðalheim“ („Mejlhjem11), og bendir
þetta orð á hugmynd um heim m i 11 i „uppheims“ (Alv. 12. =
himinsins) og „heimsins neðra“ (Fms. III. 176) o: undirheima
(bústaðar Heljar), þar sem „Niflheimr“ (,,Niflhel“) var n y r z t
o g n e ð 81 (sbr. Patala og Naraka hjá Indum). Meðalheimur
heitir bær í Húnavatnssýslu, og þar um slóðir var á næstliðinni
öld kveðin þessi visa um mann, sem flæktur var við mörg og ill
málaferli:
Ekki neðar en í Meðalheimi
lendir sál að lokunum,
er linnir mála-rokunum.