Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 143
og snjallt, er um stjórnarfar landsins var að ræða, að
»Island ætti að vaxa eptir sínu eigin vaxtarlagi, ef því er
vöxtur ætlaður, og eigi eptir annara landa, þvi annars er
hætt við að það fái æxli og annan vanskapnað, sem lini
þess heilsu og veiki þess krapta«J. Hann skildi það bet-
ur en allir aðrir menn, þá er rætt var um að setja ráð-
gefandi þing á stofn i Danaveldi, að ísland þurfti að fá
ráðgefandi þing fyrir sig, í landinu sjálfu og að það ætti
að vera eins sjálístætt eins og þingin í Danmörku og
eigi lúta þeim í neinu nje bera mál sín fram fyrir þau,
heldur stjórnina sjálfa, og hann skýrði þetta mikilvæga
mál betur fyrir almenningi en nokkur annar maður.
Hann skildi einnig glöggar en nokkur annar íslendingur
á þeim dögum, hve þýðingarmikið gott uppeldi er, og
að með uppeldinu á að gjöra góðan og nýtan borgara úr
hverju barni.
Baldvin var sá lánsmaður, að vera uppi á þeim.
tímum, þá er frelsistilfinning fór alment að vakna meðal
manna í hinum mentuðu löndum og borgararnir tóku
að meta rjettilega manngildi sitt; og ísland var svo hepp-
ið að eiga þá annan eins mann á æskuskeiði eins og
Baldvin, því að hann skildi frelsishreifingarnar í Norður-
álfunni og beindi þeim heim til íslands og skýrði þær
fyrir löndum sínum.
Baldvins naut eigi lengi við. Hann andaðist 31 ára
gamall. Hann fjekk að eins í hjáverkum sínum í fjögur
eða í fimm ár færi til að vinna að framförum þjóðarinn-
ar, en þó var verk hans svo þýðingarmikið, að nafn
hans mun lifa um ókomnar aldir meðal landa hans, á
meðan þeir hirða um rjett sinn, hugsa um hag sinn,
velferð og sæmd og skilja rjettilega hvað hefir orði5
þeim til þrifa og vanþrifa.
1) Armann á alþingi IV, 45.