Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 144
144
Jón Sigurðsson ritaði mjög laglegt »ágrip af æfi
Baldvins Einarssonar«, sem prentað er í Nýjum Fjelags-
ritum, fimtán árum eptir andlát hans, en annars hefur
lítið verið um hann ritað. I hinu fyrsta ágripi aflslands
sögu, sem íslendingar eignuðust 1080, er hann eigi nefnd-
air á naín.
Ritgjörð sú, sem hjer fer á eptir, er mestmegnis
byggð á ritum og ritgjörðum Baldvins sjálfs, ýmsum
skjölum í Ríkisskjalasafninu, brjefum í sama safni frá
ýmsum íslendingum til Finns Magnússonar, brjefum
Baldvins til Bjarna amtmanns Thorsteinssonar og nokkr-
um brjefum frá Baldvin til föður hans. Þeir bræður Árni
landfógeti Thorsteinsson og Steingrímur yfirkennari Thor-
steinsson hafa ljeð mjer brjef Baldvins til föður þeirra, en
Páll sýslumaður Einarsson útvegaði mjer brjef Baldvins
til föður hans; kann jeg þeim öllum kærar þakkir fyrir
góðvild þeirra og greiða. — Önnur brjef og rit, sem jeg
hef notað, eru öll prentuð og hef jeg getið um þau
hvert á sínum stað. — Alls og alls skipta brjef þau
hundruðum, sem jeg hef haft við samning þessarar rit-
gjörðar og eru allmörg þeirra löng og fróðleg. Mörg
af þeim hefur eigi verið hægt að nota hjer, vegna þess
að þá hefði ritgjörð þessi orðið of löng. Er þessi rit-
gjörð að miklu leyti útdráttur úr annari stærri ritgjörð,
er jeg hafði ritað um Baldvin og vildi koma út 1901.
Mörg brjef eru til, sem snerta deiluna út af þýðingunni
af Jómsvíkinga sögu, og þau eru eigi færri, sem sýna
hvernig íslendingar tóku stjettaþingunum 1832 og rit-
gjörðum Baldvins um endurreisn alþingis; væri fróðlegt
að athuga það mál við annað tækifæri, þvi að hjer er
eigi rúm til þess.