Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 145
II.
Baldvin Einarsson var fæddur 2. dag ágústmánaðar
1801 á Molastöðum í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Þar
bjuggu þá foreldrar hans, Einar Guðmundsson
og Guðrún Pjetursdóttir, en síðan fluttu þau
að Hraunum í Fljótum. Baldvin Var kominn af góðu
bændafólki. Faðir hans var mesti merkisbóndi, hrepp-
stjóri í mörg ár og umboðsmaður yfir Reynistaðarkiaustri;
segir G r í m u r amtmaður J ó n s s o n um hann í
skýrslu um ferð sína í Skagafjarðarsýslu 1826 til Rentu-
kammersins, að hann hafi í mörg ár sýnt frábæran
dugnað og þolgæði við stjórn fátækra mála þar í sýsl-
unni. Hann verðskuldi lof og hæfilega viðurkenningu
fyrir það við tækifæri.1 Eptir því varð Einar þó að bíða
í 15 ár, en 1841 gerði stjórnin hann að dannebrogs-
manni, og sýnir þetta þó lítið sje, hve stjórnin var fljót
i snúningum í þá daga.
Guðrún Pjetursdóttir, móðir Baldvins, var bróður-
dóttir Jóns læknir Pjeturssonar; eru nokkrir nafnkunnir
menn í þeirri ætt og má lesa um það í Nýjurn Fje-
lagsritum.
Um æskuár Baldvins er mjer ekki annað kunnugt
en það, sem Jón Sigurðsson segir í æfiágripi hans. Hann
ólst upp með foreldrum sínum og var snemma efnilegur
og námgjarn. og þótti umfram aðra jafnaldra sína. Þá er
hann var fjórtán vetra varði hann öllum frístundum sín-
um til þess að lesa góðar bækur, með svo mikilli ástund-
un, að varla sást hann borða mat sinn nema hann hefði
bók við hönd sjer. Hann kendi sjer af eigin ramleik að
skrifa vel og reikna, og að skilja og lesa danskar bækur.
Hann var mannblendinn og framgjarn til að eiga sam-
1) ísl. Journal 21, nr. 710 (í Ríkisskjalasafninu).
10