Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 147
147
ráðssyni, og var hann þar að lærdómi 25 vikur.
Vorið eptir var sótt um skóla og fjekkst það. Kom
Baldvin í skóla um haustið 1822 og settist efstur í neðra
bekk, en haustið eptir (1823) varð hann fimti að ofan í
efra bekk. A sumrum var hann heima og var formaður
fyrir skipi föður síns. Haustið 1824 veiktist hann, svo
hann komst eigi suður fyr en á góu; var hann þá ekki
í skólaröð, en gekk að kenslu og yfirheyrslum jafnt og
aðrir rneðan skólatíminn stóð, en síðan las hann fram á
lestatíma og fjekk góðan vitnisburð kennaranna fyrir á-
stundun og framfarir í lærdómi og fyrir siðferði. Hann
bað þá Á r n a stiptprófast Helgason að yfirheyra
sig, og veitti hann honum það og útskrifaði hann með
góðum vitnisburði (1825). Baldvin fór þá norður að
Möðruvöllum og gerðist skrifari hjá Grími amtmanni
Jónssyni. Um veturinn eptir, aðfaranóttina til 6. febrú-
ar 1826, brann stofan á Möðruvöllum. Baldvin svaf
uppi í lopti og vaknaði ekki fyr en ófært var ofan stig-
ann úr loptinu. Hann tók þá það ráð, að hann braut
gluggann og stökk út um hann berfættur í nærklæðum
einum og barg þannig lífinu, en hann misti þar allan
klæðnað sinn og bækur. Eptir brunann fór hann með
amtmanni inn á Akureyri og var þar um hríð.1
Þetta haust (1826) rjeðst Baldvin til utanferðar til
háskólanáms. Hann tók sjer far með Hertu, »briggskipi»
G u d m a n s kaupmanns.2 Það varð síðfara og kom
1) Ný Fjelagsrit 8. ár bls. VI—VIII.
2) Með Hertu fór þá einnig utan til háskólans J ó n
Þórarinsson. Hann las guðfræði og tók próf i henni við
háskólann. Þeir Baldvin segja háðir í umsókn 31. janúar 1827
til yfirstjórnar háskólans um tvöfaldan styrk af kommuniteti, að
þeir hafi mist alt sitt í hrunarum á Möðruvöllum nóttina milli 5.
og 6. fehrúnr 1826; hefur Jón einnig verið skrifari þá á Möðru-
völlum. Æ 566 Universitets og de lærde Skolers Sager, i Ríkis-
skjalasafninu.
10*