Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 148
148
Baldvin ekki til Kaupmannahafnar fyr en seint í nóvem-
ber.1 Hann komst því eigi upp til fyrsta prófs við há-
skólann fyr en eptir nýár, i janúar mánuði 1827 og
fjekk hann aðra einkunn (haud illaudabilis). Um haustið
í október mánuði tók hann annað próf (examen philologicum
et philosophicum) með fyrstu einkunn.
A þessum timum var annað próf við háskólann miklu
viðtækara en nú á dögum. Stúdentar gátu þá eigi byrj-
að að lesa undir embættispróf. fyr en því var lokið.
Baldvin valdi lögfræði til embættisprófs, og fór hann því
að lesa lög, þá er hann hafði lokið öðru prófi.
III.
Nú leið þó eigi á löngu áður en Baldvin tók einn-
ig til annara starfa en þeirra, sem snertu embættisnám
hans. Hann hafði frá barnæsku verið eptirtektasamur og
athugull um flest, sem fyrir augun bar, og fróðleiksfús
mjög. Hann hafði einnig fengið þá reynslu bæði til
lands og sjávar, sem bændur fá á íslandi, og sökum
þroska og ágætrar greindar þekti hann hugsunarhátt og
hag íslenskrar alþýðu miklu betur en alment er titt um
íslenska námsmenn. Erlendis sá hann margt, sem var
nýstárlegt fyrir hann, og er eigi efi á því að sumt af
því hefur haft vekjandi áhrif á hann, og að hann hefur
stundum í huga sínum borið ýmislegt, sem hann sá,
saman við það, er átti sér stað á íslandi. Sjerstaklega
mun hann fljótt hafa fundið til þess, hve mikið vantaði
1) 28. nóvbr. 1826 borgaði hann J. Gudmann i Kaup-
mannahöfn 35 rbd. í seðlum fyrir far og fæði. 31. janúar 1827,
er hann hafði lokið examen artium, sótti Baldvin til Rentukamm-
ersins um samkvæmt plakati 18. ágúst 1786 § 21, að ferðakostn-
aðurinn væri honum endurgoldinn. Sbr. Isl. Journal 15. nr.
1178.