Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 151
skóli í sambandi við latínuskólann, svo að þeir, sem eigi
færu utan til háskólans, og yrðu prestar eða eitthvað ann-
að, gætu haldið áfram námi og fengið nokkra þekkingu
í verklegum vísindagreinum og æðri þekkingu. Hann
vildi að kent væri i skóla þessum, hvernig fara ætti að,
þá er ákafir sjúkdómar kæmu fyrir og eigi væri hægt að
ná í lækni, því að bráða 'njálp yrði að veita. Einnig
skyldi kenna guðfræði, heimspeki og náttúrufræði í skóla
þessum. Þótt náttúrufræði væri eigi heimtuð undir próf,
var þó nauðsynlegt að veita kenslu i henni. Baldvin
gerði ráð fyrir að þessi skóli mundi kosta iooo til 1200
rd. á ári, og að einungis þyrfti að skipa einn nýjan
kennara, er skyldi kenna læknisfræði og náttúrufræði.
Ritgjörð þessa fjekk Baldvin prófessor Engelstoft.
Hann las hana með athygli og ræddi um hana við Bald-
vin, og bað hann sýna dr. theol., hirðpresti f. P. Mynster
hana. Hann var þá ásamt Engelstoft í yfirstjórn háskól-
ans og latinuskólanna. Þá er Baldvin færði honum rit-
gjörðina, ypti hann öxlum og þar með búið. Þó gaf
hann Baldvin í skyn, að unnið væri að því að gjöra
upp reikninga milli skóians og jarðabókarsjóðsins. Það
hefði verið byrjað á þvi starfi fyrir mörgum árum, og
það mundu líða mörg ár áður en því yrði lokið.
Baldvin brá sjer til íslands þá um sumarið (1828)
og hitti þá biskup landsins á yfirreið hans um landið.
Baldvin fjekk honum eptirrit af ritgjörð þessari um skóla-
málið og mintist á það við hann. Veturinn eptir sendi
biskup Baldvin nokkrar athugasemdir við nokkurn hluta
af ritgjörðinni. Biskup yfir íslandi var þá Steingrím-
ur Jónsson. Hann var lærður maður og hngdeigur
og fráhverfur öllum breytingum og stórgerðum framför-
um. Hann tók tillögum Baldvins ver en hann bjóstvið,
og gramdist Baldvin það auðsjáanlega. Honum fanst
vera hin mesta nauðsyn á að endurbæta svo Bessastaða-