Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 153
Baldvin minnir á, að það sje gagnstætt markmiði allra-
mentaðra þjóða, að takmarka svo rjettindi slikra stofnana,
sern eru nauðsynlegar sökum heilla almennings. Velferð
landsins krefur hreint og beint, segir hann að skólinn
sje eigi sviptur neinum af rjettindum sínum, heldur auk-
inn og endurbættur að mun. Bessastaðaskóli á kröfu tii
konungssjóðs urn hæfilegt skólahús, uppeldi handa 40-
lærisveinum og sæmileg laun handa fjórum ketinurum.
Auk þess er loforð fyrir því að skólanum skuli vera vel
fyrirkomið svo sem þörf er á (sbr. innganginn að kgsbr..
2. oktbr. 1801).
Hann endar með þessutn orðum: Það verður að'
endurbæta skólann á Islandi. Menn skulu sanna að land-
ið mun taka framförum, ef það er gert. Þá munu menn
sjá af verkunum, að orsökin til þess, að svo margar til-
raunir í þá átt að koma upp landinu hafa mistekist, að-
allega er sú, að uppfræðsla landsmanna hefur verið mjög
ófullkomin og óhagfeld.
Yfirstjórnendur íslenskra mála rnunu varla hafa
fengið svo Iátlaust og skorinort erindi urn islenskt mál-
efni sem ritgjörð Baldvins Einarssonar siðan landsmenn:
sendu almennu bænarskrána, en nú gekk alt þegjandi,.
enda gerðist þetta i kyrþey og að eins einn maður af-
henti nokkrunt mönnum í einni stjórnardeildinni erindi
um endurbót; eigi var heldur-farið fram á neitt, sem á.
nokkurn hátt gat skert hag einstakra manna, eins og al-
menna bænarskráin gerði. Ritgjörðir Baldvins voru eigi
heldur prentaðar og vöktu því alls enga eptirtekt meðai
manna, þar sem þær voru flestum ókunnar, en þó muna
þær að líkindum hafa verið fyrsta undirrótin til þess, að
farið var nokkru síðar að hugsa um að endurbæta latinu-
skólann. Einnig munu þær hafa skýrt fyrir yfirstjórn
skólanna, hvað Bessastaðaskóli ætti tilkall til.
Baldvin hefur auðsjáanlega orðið gagntekinn af