Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 154
ýmsu, sem Engelstoft segir í bók sinni um uppeldið.
Hann vissi hvernig ástatt var hjá oss og hve miklu var
ábótavant. Hann sá að fyrst og fremst þurfti að hafa
góð áhrif á hugsunarhátt þjóðarinnar, en hann gerði sjer
enga von um að það væri hægt svo í lagi væri, nema
því að eins að landið sjálft eignaðist betri skóla, sem
gæti verið uppsprettulind sannrar menlunar og skapað
hollan hugsunarhátt og gert menn verksýna. Hann ætl-
aðist til þess að prestarnir fengju góða mentun á slíkum
skóla, og sagði, að þeir væru eins og þá stóð á hinir
einu, sem gætu breitt út mentun meðal allrar alþýðu og
haft veruleg áhrif á hugsunarhátt hennar. Góð rit og
fræðandi gætu að eins stutt að mentun þjóðarinnar, en
þau áleit Baldvin enu sem komið var eigi aðalmeðalið til
þess að bæta úr mentunarleysinu. Það ætti að keppa að
þvi markmiði, að hugsunarháttur og skapferli þjóðarinn-
ar tæki þá stefnu, að þjóðin sjálf framkvæmdi
með eigin kröptum og með fje sínu, það
sem hún vildi framkvæma, og endurreisti
þannig sjálf landið. A þennan hátt og engan annan
hjelt Baldvin að landið mundi geta tekið framförum og
náð fullum þroska1.
IV.
Um sama leyti sem Baldvin Einarsson ritaði hina
fyrri ritgjörð sína um skólamálið, og ljet í ljós skoðanir
sínar við yfirstjórn háskólans og latínuskólanna um skil-
yrðin fyrir framförum íslands, sneri hann sjer einnig til
þjóðarinnar sjálfrar til þess að reyna að vekja hana til
umhugsunar og framkvæmda. Hann sá að eina ráðið til
1) Sbr. brjef Baldvins 4. maí 1829 til Bjarna amtmanns
Thorsteinssonar.