Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 155
þess, sem hann átti kost á, var að gefa út tímarit, og
um veturinn 1827 til 1828 fór hann einnig að hugsa um
það. Með því að honum var það ofvaxið einum, að
minsta kosti hvað kostnaðinn snerti, fjekk hann Þ o r-
geir Guðmundsson, son sjera Guðmundar Jóns-
sonar á Staðastað, í fjelag með sjer. Hann var (fæddur
27. desbr. 1794) nokkru eldri en Baldvin og hafði þá
fyrir þremur árum lokið embættisprófi í guðfræði og var
kennari við drengjaskóla sjóliðsins. Hann var einn af
stofnendum norræna fornfræðafjelagsins, sat í ritnefnd
þess og vann mikið að útgáfu fjelagsins á Noregs kon-
unga sögum. Um vorið ritaði Baldvin boðsbrjef að árs-
riti og sýnishorn af þvi. Boðsbrjefið er dagsett 16. apríl
1828 og undirritað af þeim báðum, Þorgeiri og Baldvin.
Þeir sendu það og sýnishornið til Islands með vorskip-
unum og skrifuðu sunnim hinum helstu mönnum lands-
ins löng brjef um leið til þess að skýra nánar fyrir þeim
fyrirtæki sitt. Þannig rituðu þeir B j a r n a amtmanni
Thorsteinsson ítarlegt brjef 24. apríl 18281 og
kváðust hafa tekið eptir því, að jarðrækt og landbúnaður
yfir höfuð hafi verið fullkomnari í fornöld en nú á dög-
um, og miklu rneiri vellíðan þá í landinu, þótt fólks-
fjöldinn hafi verið helmingi meiri. Hjer megi vanþekk-
ingu og atburðaleysi á jarðrækt um kenna. — Enn frem-
ur hafi hinn útlendi kaupstaðaskríll í hinum stærri kaup-
túnum óheppileg, áhrif á landsmenn í nágrenninu við
kauptúnin; við því þurfi að gjalda varhuga, og jafnframt
benda mönnum á þá atorku, sem megi sjá hjá útlendum
mönnum. — Gott barnauppeldi og uppfræðing sje hinn
óbrigðulasti grundvöllur fyrir velgengni og farsæld ein-
stakra manna og heillra landa, en þetta muni allri al-
þýðu eigi svo ljóst sem skyldi, og muni henni baga
1) Brjefið er með kendi Baldvins.