Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 157
sinna í öllu, skapstirður og vitsmunalítill, en auðugur og
aðsjáll og starfsmaður hinn mesti. Onundur var oflát-
ungur, næntur en ærið fljótfær í dómum sínum. Hann
hafði alist upp í lleykjavik og þar í nágrenninu og num-
ið marga hleypidóma. Þar hafði hann lært að fyrirlíta
sína eigin þjóð; hjelt hann að allir útlendir siðir og
bjargræðisvegir gætu þegar innleiðst á Islandi. Haun var
mjög dönskuskotinn í tali og þóttist af þvi, en sveita-
menn áttu bágt með að skilja hann.
Þessir þrír menn hittust um morguninn og tekst
samræða með þeim um alþing o. fl. Af því að helgur
dagur var að morgni, riða þeir niður á Þingvelli til þess
að skoða alþingisstaðinn. Með orðum Sighvats lýsir nú
Baldvin þýðingu alþingis, og bera bæði orð hans og
Þjóðólfs vitni um virðingu þá og ást, sem þjóðin hafði
á alþingi, og um söknuð hennar eptir afnám þess. Á
meðan þeir eru að tala um alþingi og fortíðina og nú-
tíðina, kemur til þeirra maður mikill vexti, með sítt
skegg og mjög ellilegur. Hann gefur sig á tal við þá,
og þeir segja honum frá skoðunum sínuni og feðrum.
Komumaður leiðir athygli þeirra að því, hve skoðanir
þeirra eru ólíkar og hve áríðandi sje að íhuga og reyna
að finna rjetta undirstöðu undir öllum lagfæringum.
Hann segir að gott uppeldi barna og uppfræðing undir-
búi mest og best hag þeirra síðar. Hann sýnir Þjóðólfi
fram á, hve þung fæða og reifar sje óholt fyrir ungbörn;
hann gæti sjálfur fundið, hvernig hann kynni við að vera
fjötraður. Það sje og fáfræðislegt af Þjóðólfi, að hindra
börnin frá að leika sjer og lúberja þau fyrir hverja
yfirsjón.
Þjóðólfur kann vel að ala upp og temja góðan
fola, fóðra lömb og venja hund, en á barnauppeldi hafði
hann eigi meira vit en svo að hann ætlaði, að bömin
læri alt sjálfkrafa. Komumaður sýndi honum fram á