Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 158
hversu nauðsynlegt sje að bömin læri að skrifa og reikna,
komist inn í búnaðarháttu og læri að hirða vel tún og
engjar og rækta garða; þau þurfi að fá röksemdir
fyrir, hvers vegna hver hlutur eigi að
vera svo en eigi öðru vísi; einnig þurfi að
venja þau á þrifnað og hreinlæti, og láta þau kynna sjer
það, sem ritað hefur verið og ritað er um það, sem við
kemur stöðu þeirra og störfum og kann að verða þeim
að miklum notum í búskapnum.
Komumanni gekk heldur greiðlega að fá þá Sighvat
og Önund á sitt mál, en Þjóðólfi varð hann að leiða
fyrir sjónir, að ef menn vilja engar nýbreytingar, a f
þ v i a ð þær eru nýjar, hvort sem þær eru nytsamar
eða eigi, þá er engrar viðrjettingar von. Þá er Þjóðólf-
ur sá að sjaldnar voru fátæklingar á meðal þeirra, er væra
vel að sjer, heldur en meðal hinna, játaði hann þó að
hann vildi ala upp börn sin á þann hátt, sem komumað-
ur benti á, ef þau yrðu ríkari og tefðust eigi um of
frá vinnu á heimilinu.
Nú veik komumaður máli sínu að garðyrkju og
jarðabótum, verksmiðjum og fjelagsskap, verslun og vöru-
vöndun. Þjóðólfur kvaðst eigi vilja vanda vörur sínar,
því að hann fengi ekkert betra verð fyrir góðar vörur en
vondar; hann fái enda meira fyrir versta ullarsamtíning
frá landsetum sínum og skuldunautum, en fátæklingar
fyrir lítið af góðri vöru. Komumaður segir að góðar
vörur seljist betur erleudis og menn muni þvi fá meira
fyrir þær en vondar vörur. Þeir vilja nú allir fræðast
betur um þetta, en komumaður kveðst eigi geta það að
sinni, en lofar að koma árlega á þennan stað, ef þeir
vilji koma þar, og fræða þá bæði um þetta og annað,
en hann verði að fá ofurlítil sögulaun. Þeir vilja allir
koma á Þingvöll, en Þjóðólfur vill engin sögulaun greiða,
og biður Sighvat segja sjer á eptir af samtali þeirra.